Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

07.03.2011 09:27

Sumarliði

Jón Ragnar Daðason og Bergsveinn Jónsson hafa eignast bát sem heitir Sumarliða, sem þeir ætla að gera upp.  Jón Ragnar sendi mér upplýsingar um Sumarliða, síðan náði ég sambandi við Magnús Ívar Guðbergsson fyrrverandi eiganda Sumarliða og fékk nánari upplýsingar um lagfæringar sem þeir feðgar gerð á bátnum.  Páll Ingvarsson hafði samband við mig og kvað föður sinn Ingvar Breiðfjörð hafa átt sumarliða.   Látum Jón Ragnar, Magnús Ívar og Pál fá orðið:
 
Vélbáturinn Sumarliði SH 110 var upphaflega smíðaður sem áraskip, sennilega sexæringur. Báturinn var þó örugglega smíðaður fyrir 1875 að því er fram kemur í óprentuðum æviminningum Skúla Skúlasonar (1875-1950) skipstjóra í Stykkishólmi, hugsanlega 1860-1870.

Talið er að Bergsveinn Ólafsson (1839-1899) frá Bjarneyjum hafi smíðað Sumarliða.
Sumarliði er 7,62 m. að lengd, 2,26 m. að breidd, 0,91 m. að dýpt og 2,8 brl.

Faðir Skúla, Skúli Skúlason bóndi í Fagurey á Breiðafirði, réri á Sumarliða frá Hellissandi fyrir 1875, en þá var hann í eigu Jóns bónda Finnssonar í Fagurey. Seinna eignaðist Skúli yngri bátinn
og eftir honum bróðursonur hans, Bergsveinn Jónsson (skráður eigandi frá 21. apríl 1952) hafnsögumaður í Stykkishólmi og notaði sem eins konar lóðsbát fram um 1970.
Ingvar Breiðfjörð í Stykkishólmi eignast Sumarliða um 1967-68.  Páll heldur að faðir hans hafi keypt bátinn frá Ólafsvík og þá hafi hann verið í frekar slæmu standi.  Ingvar var alltaf eitthvað að ditta að Sumarliða meðan báturinn var í hans eigu.  Páll kvaðst muna að þeir skiptu um einhver borð í Sumarliða, man ekki hve mikið.   Ingvar seldi Sumarliða um 1980.  Ingvar notaði bátinn á handfæri, haukalóð og í lundaveiði. (Upplýsingar frá Páli Ingvarssyni.  Páll skoðar betur)
Báturinn seldur Helga Eiríkssyni Stykkishólmi 27. júlí 1981 hét Sumarliði SH 410.  Seldur 30. júlí 1985 Rafni Franklin, hét Gógó RE 410.  Seldur 3. febrúar 1986 Guðbergi Sigursteinssyni, Smáratúni.  Báturinn var skráður í Halakotsvör og hét Sumarliði GK 300.
Eigandi Sumarliða meira og minna frá 1986 - 2010 voru þeir feðgar Guðbergur Sigursteinsson og Magnús Ívar Guðbergsson, Vogum, en þar var báturinn geymdur á þurru landi og utanhúss. Magnús keypti hann af manni frá Akranesi (Magnús man ekki hvað hann heitir) árið 1986 og notaði til fiskiróðra til 1994, er bátnum var lagt.  Undantekningar á þessur eru: Seldur 13. febrúar 1990 Kristjáni Kristmannssyni og Hafsteini Fjalari Hilmarssyni, Vogum.  Seldur 19. febrúar 1992 Magnúsi Ágústssyni, Vogum.  Seldur 2. desember 1992 Magnúsi Ívari Guðbergssyni, Vogum.  Seldur 19. mars 1993 Þórði S. Jónssyni, Hvammstanga, sama nafn og númer.  Seldur 24. mars 1993 Fiskmarki hf, Seltjarnarnesi, heitir Auðlind HF 29.  Seldur 27. júlí 1993 Marlind hf., Reykjavík.  Báturinn er skráður á Seltjarnarnesi 1997.

Faðir Magnúsar er skipasmiður og gerðu þeir feðgar miklar endurbætur á bátnum.  Skiptu um hluta af kilinum, skipt um öll bönd, nýjar lunningar, skiptu um framstefni, tóku stýrishúsið af, hækkuðu það upp og notuðu efri hlutann af stýrishúsinu áfram og stækkuðu kassann fram svo eitthvað sé nefnt.  Sumarliði var svo sjósettur aftur eftir endurbætur þann 17. júní 1986.  Vélin í bátnum var Sabb 1 cyl. 10 hestafla.

Á gömlum myndum af Sumarliða, sennilega síðan um 1940 má sjá hann stýrihússlausan.

Eigandi bátsins í dag er Bergsveinn Jónsson og Jón Ragnar Daðasson er Sumarliði því aftur kominn í eigu afkomanda Fagureyinga.

Magnús Ívar ætlar á kíkja eftir því hvort hann eigi myndir af Sumarliða með stýrishúsið og vonandi fæ ég eintak og þá set ég hana inn hér.Sumarliði.  Mynd frá Jóni Ragnari Daðasyni.


Sumarliði, með húsi.  Mynd: Skúli Ingvarsson 1974-75. Páll Ingvarsson sendi mér myndina.


Sumarliði 03. mars 2011.

Jón Ragnar sendi mér þennan bækling sem hefur verið útbúinn varðandi Sumarliða.  Ef menn vilja fá hann prentaðan er bara að hafa samband við Jón Ragnar á slóðina trebatur@gmail.com


Hægt verður að fylgjast með uppbyggingunni og viðgerðinni á Sumarliða á þessari slóð http://sumarlidi.net
Þá er einnig hægt að fylgjast með á dagbókarfærslum mínum varðandi veriðgerðina á Sumarliða http://rikkir.123.is/blog/2011/09/03/540868/

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153400
Samtals gestir: 237042
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 05:22:50