Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

03.03.2011 21:34

Svalan

Loksins gaf ég mér tíma til að kíkja á Jón Ragnar Daðason og bátinn hans, Svöluna.  Jón Ragnar hefur verið að gera bátinn upp en hann er að læra bátasmíðar og lærimeistari hans er Hafliði Aðalsteinsson. 

Svalan var smíðuð 1906 af Rögnvaldi Lárussyni skipasmið í Stykkishólmi.  Rögnvaldur þessi er langa-langafi Jóns Ragnars.  Í upphafi var Svalan árabátur en síðar var sett í hann vél.  Við hlið Svölunnar bíður Albin 0-1, 5 hestafla, sem sett verðu í bátinn fljótlega.  Það er nánast búið að skipta um allt í bátnum en Jóni tókst að nota tvö borð og afturstefnið á bátnum.
Útlit bátsins er eins og margir bátar á Breiðafirðinum voru, þ.e. að tvö efstu umförin eru máluð og öll neðri eru tjörguð.

Það vantar talsvert í sögu bátsins og mun Jón Ragnar verða rukkaður um hana.  Meira síðar.


Svalan og Albin vélins sem fer í hana.  Reykjavík 3. mars 2011


Jón Ragnar með lærimeistara sínum við Svöluna.  Reykjavík 3. mars 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 180
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154709
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 17:26:31