Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

26.02.2011 01:08

5613 Örkin RE31

Þessi bátur er við bryggju í Snarfarahöfninni.  Framan á stýrishúsinu stendur Aldan en báturinn mun víst heita Örkin RE 31.  Ég leitaði á netinu og fann frásögn af þessum bát á síðunni http://aba.is og læt ég hana hér inn óbreytta með samþykki eiganda aba.is og þakka ég kærlega fyrir afnotin.  Upphaflega hét báturinn Jón Valdimarsson, sjá nánar hér að neðan.


5613 Örkin RE 31, Snarfarahönf 20. febrúar 2011


Örkin RE31 X Jón Valdimarsson NS-123.    ( 5613 )  

Stærð: 3,60 brl. Smíðaár 1972. Fura og eik. Opinn súðbyrðingur.

Báturinn var smíðaður fyrir Garðar Jónsson, Bakkagerði, sem átti hann í fjögur ár.
Árið 1976 keypti Árni Ólason. Hauganes bátinn og gaf honum nafnið Trausti EA-102.
Frá Árna fór báturinn til Þórhalls Einarssonar, bílasala á Akureyri og fékk þar nafnið Svalan EA-778 og frá Þórhalli til bróður hans Hilmars Einarssonar, Sólbakka Bakkafirði.
Árið 1978 keypti Benedikt Hallgrímsson, Akureyri bátinn og bar hann nafnið Svalan EA-778 í hans eigu.

Haukur Vésteinn Gunnarsson, Grenivík keypti bátinn árið 1983 og þá bar hann, samkvæmt skráðum gögnum, nafnið Svalan ÞH-230 en Haukur vill þó meina að báturinn hafi borið EA einkennisstafi er hann keypti hann. 

Haukur Vésteinn gaf bátnum nafnið Alda ÞH-230 en það nafn er þó ekki á hann skráð hjá Siglingastofnun fyrr en hann er seldur Magnúsi Andréssyni, Húsavík árið1986.
Bátnum var gert ýmislegt til góða á Grenivík og smíðaði tengdafaðir Hauks, Hörður Gíslason, bróðir Jóns Gíslasonar, skipasmiðs Akureyri, meðal annars á hann stýrishús en fram að þeim tíma hafði báturinn verið opinn.
Sem fram hefur komið þá seldi Haukur Vésteinn bátinn Magnúsi Andréssyni, Húsavík árið1986.
Á Húsavík bar báturinn nafnið Alda ÞH-230 en árið 1991 breyttist það í Alda ll ÞH-135, Húsavík.
Frá Húsavík fór báturinn árið 1992 til Sandgerðis þar sem hann hélt Öldu nafninu en fékk einkennisstafina GK-232.
Báturinn hét Alda GK-232 er hann var tekinn úr rekstri og af skipaskrá 24. nóv. 2003. 
Með afskráningunni hefði saga bátsins átt að vera öll en svo var þó ekki því að aftur er hann kominn á spjöld sögunnar með skráningu í skipaskrá frá 25. júní 2010 og heitir nú Örkin RE-31, Reykjavík og er skráður eigandi Baldvin Elíasson.
Vitað er að eigandi númer tvö að bátnum, Árni Ólason, Hauganesi, horfir nú löngunaraugum suður yfir fjöll til bátsins í þeirri von að koma höndum yfir hann aftur. 
Heimildir. Siglingastofnun. "Íslensk skip". Haukur Vésteinn Gunnarsson, Grenivík. Árni Ólason, Hauganesi.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153428
Samtals gestir: 237045
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 05:56:17