Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.11.2010 22:53

Sílið

Nýsmíðin sem ég sá í Hafnarfjarðarhöfn 14. nóvember 2010 s.l. ber nafnið Sílið.  Sá sem smíðaði bátinn er Björn Björgvinsson.  Björn fær orðið:

Tilurð Sílisins er sú að ég tók þátt að hluta í Reykhólaverkefninu hér fyrir nokkrum árum en gat ekki sinnt því nógu vel . En það varð til þess að ég fór að hugsa um að það gæti verið gaman að klambra saman svona litlum bát við tækifæri. Með minkandi vinnu á þessu ári þá gafst þetta tækifæri núna í vor.

Helstu mál Sílisins eru 5m. að lengd miðað við ytri brún á saumfari, breidd er 1,74m. miðað við ytri brún á byrðing og dýpt er 0,74m. frá efri brún á skjólborði og ofan á kjöl.  Umför eru 8 og efni er fura nema í böndum en í þeim er eik.  Það er vél í bátnum en það er utanborðsmótor sem er settur í stokk að færeyskri aðferð.  Mótorinn er af HIDEA gerð 15Hp. fjórgengis.

Kjölurinn var lagður í apríl og sjósetning núna í byrjun október.


08.12.2010 Ræddi við Björn bátasmið sem sagði Sílið komið í hús núna og hann kvaðst ætla að lagfæra hann aðeins.  Í ljós hafi komið að böndin í bátnum væru of veigalítil og kvaðst Björn ætla að skipta þeim út.  Þá kvaðst hann ætla að hækka borðstokkinn og við það myndi Sílið taka smáveigilegum breytingum.  Aðspurður um söluna á bátnum kvaðst Björn eiginlega verið fallin frá því að selja bátinn.  Fengi ekki það mikið fyrir hann núna á þessum tíma. 

Meðan ég skrifa þetta finnst mér það svolítið gaman að segja að saga þessa báts er farin af stað.  Eftir að hafa verið settur á flot þá koma fram atriði sem smiðurinn vill laga.  Fyrsta breytingin á bátnum er hafin.  Varla hægt að tala um breytingu þar sem síðasti naglinn var nánast settur í gær.  Auðvita þarf að prufa og sjá hvort eitthvað mætti betur fara og er þetta liður í því.  Hins vegar þá er búið að festa bátinn á mynd og þegar næst verður tekin mynd af honum þá verður hann eitthvað öðruvísi útlits.

Það verður gaman að fylgjast með þessum bát næstu árin/áratugina og uppfæra alltaf söguna. 


Sílið í Hafnarfjarðarhöfn 14. nóvember 2010


Handbragðið er í lagi.

24. janúar 2011 var Sílið sett á flot aftur eftir breytingar.  Samkvæmt því sem Björn sagði þá eru helstu breytingar þær að skjólborð var hækkað og bönd voru styrkt.  Aðrar breytingar eru þær sem ég sá að búið er að smíða kassa utan um utanborðsmótorinn, breyta stýrinu, sem Björn gerði svo aftur þann 25. janúar 2011, setja mastur og seglbúnað, setja spjót framan á bátinn.  Útlit bátsins hefur því breysti talsvert.  Björn fór smá túr í dag, 25. janúar 2011, með aðstoðarmann frá Siglingaklúbbnum.  Ætlunin var að prófa seglbúnaðinn, gaffalseglið.  Ekki gekk það upp sem skildi því það var blankalogn.  Búnaðurinn var þó settur upp og kvaðst Björn hafa séð smávegis sem þyrfti að laga varðandi böndin á seglbúnaðinum en svo væri bara að prófa bátinn þegar vindur er.


Sílið, Hafnarfjörður 25. janúar 2011

Björn hafði samband við mig í gær, 02.02.2011 og tilkynnti mér að nýr eigandi væri af Sílinu.  Nýr eigandi heitir Ingvar Jakobsson.  Báturinn heldur nafni og verður staðsettur á Miðfirði og heimahöfn Hvammstangi.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1013
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 3153121
Samtals gestir: 236999
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 02:40:59