Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.10.2010 21:34

Bjargfýlingur

Bjargfýlingur var smíðaður í Hafnarfirði 1976 af Eyjólfi Einarssyni skipasmíðameistara úr eik og furu, 1,65 brl. Í bátnum var 10. ha. Bukh vél. 
Upphaflega hét báturinn Bylgja HF 16, 5754.  Eigandi var Sigurður Elli Guðnason, Reykjavík, frá 11. okt. 1976.  Báturinn var seldur 15. september 1984 Sigurði Pétri Péturssyni og Pétri B. Sigurjónssyni, Grundafirði, hét Gustur SH 18.  Seldur 8. maí 1989 Sveini Kjartani Gestssyni, Staðarfelli, Fellsstrandarhreppi, hét Gustur DA 1.  Seldur 2. desember 1989 Erni Axelssyni og Starfsmannafélagi Þ. Jónssonar, Reykjavík, hét Gustur RE 401.  Seldur 15. apríl 1992 Guðmundi Hafþóri Þorvaldssyni, Reykjavík.  Seldur 17. ágúst 1992 Steingrími Jóhannessyni, Kópavogi.  Seldur 7. október 1992 Birgi Henningssyni, Reykjavík, hét Grettir Ásmundsson RE 401.  Seldur 10. nóvember 1993 Jóhanni Guðna Bjarnarsyni, Hafnarfirði, hét Bjarnar RE 401.  Seldur 15. apríl 1997 Ólafi Gíslasyni og Þorgeiri Kristóferssyni, Garðabæ.  Upplýsingar úr Íslensk skip, bátar.

Þegar þeir Ólafur Gíslason og Þorgeir Kristófersson eignast bátinn þurfti eitthvað að gera við hann.  Þegar þeir fóru að skoða bátinn, það var einhver klæðning innan í bátnum, kom í ljós að flest öll bönd í bátnum voru ónýt, fúin og þurfti að smíða bátinn nánast upp.  Eins og sjá má á þessum myndum þá hefur verið mjög hátt rekkverk á bátnum en það lága sem er í dag var þarna á bak við þetta stóra.

Ef fleiri upplýsingar koma verður þeim bætt inní.


Grettir Ásmundsson RE 401, mynd úr einni af bókunum, íslensk skip, bátar.


Bjargfýlingur í Grýluvogi í Flatey á Breiðafirði 25. júlí 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 144
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311549
Samtals gestir: 29917
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:32:01