Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

16.10.2010 19:07

Selma Húsavík

Ég er enn að leita að sögu bátsins en ákvað að setja inn það sem ég veit nú þegar.

Selma, Húsavík, var smíðuð um 1954 af Jóhanni Sigvaldasyni.  Maggi og Toni Bjarnasynir áttu bátinn og þá bar hann nafnið Bjarni Þórðar.  Kristján Óskarsson átti bátinn og rámaði í að Hallmar Helgason hafi átt bátinn og hann hafi keypt af honum bátinn.  Næsti eigandi á eftir Kristjáni Óskarssyni var Guðlaugur Laufdal Aðalsteinsson.  Næsti eigandi var Jón Heiðar Steinþórsson, þegar hann keypti bátinn þá hét hann Njörður.  Segja má að Sigmar Mikaelsson hafi eignast hlut í bátnum er hann setti nýja vél í bátinn árið 1992-93 það var Sabb vél.

Núverandi eigendur eru bræðurnir Þráinn og Ölvar Þráinssynir.  Þeir eignuðust bátinn 1998.  Þeir endursmíðuðu gólfið í bátnum og klæddu það með riffluðu áli.  Vélin er SABB 6-8 hestöfl, árgerð 1963.  Slær ekki feilpúst segir Þráinn.

Nýjar upplýsingar koma inn jafnóðum og þær berast.


Selma í Húsavíkurhöfn 05. ágúst 2004

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 113
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154642
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 15:50:22