Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

16.08.2010 20:07

Óli Sofus FD 151 frá Götu

Loksins kominn heim eftir ferðalag um landið.  Til að byrja með langar mig að setja inn myndir af Óla Sofus FD 151 frá Götu í Færeyjum.  Þessi bátur var í Stykkishólmi 04. ágúst s.l.  Margt af því sem ég sá við þennan bát er öðruvísi en hjá okkur Íslendingunum.  Læt ég ykkur um að meta það en ég setti slatta af myndum í albúm.  Reyndi að mynda allt í bátnum svo þið fáið vonandi smá innsýn í þennan bát.  Smellið á myndina af Óla Sofus þá koma fleiri myndir af honum.

Viðbætur
Eftir að hafa fengið fyrirspurn um tilurð Óla Sofusar fékk ég upplýsingar um að eigandi bátsins héti Jón Jóel Einarsson.  Ég hafði því næst samband við Jón Jóel og spurðist fyrir um bátinn.  Hann kvaðst bátinn hafa verið smíðaðan í Fuglafirði í Færeyjum og hann væri um 10 ára gamall.  Jón Jóel kvaðst hafa keypt bátinn af þeim sem hafi komið með bátinn til Íslands. Sá hafi búið í Vesmannnaeyjum og væri hálfur Færeyingur.  Ekki man ég hvort sá hafi verið upphaflegi eigandinn en alla vegna sá sem kom með hann til landsins.

Jón Jóel kvaðst hafa verið búinn að hafa augastað á svona færeyskum báti lengi. Þessir sexæringar væru mjög útbreiddir í Færeyjum. Hann kvað marga hafa komið til sín og sýnt bátnum áhuga.  Báturinn væri rennilegri en íslensku bátarnir t.d. breiðfirska bátalagið.  Hann vildi meina að það sem vekti áhuga manna á bátnum fyrir utan hversu rennilegur hann væri, væri að hann væri glærlakkaður en ekki málaður.  Fyrir vikið tækju menn frekar eftir honum.  Ég spurði þar sem Óli Sofus er hærri en íslensku bátarnir hvort hann væri valtur en Jón Jóel kvað svo ekki vera.  Ég get reyndar staðfest það að hluta því ég steig um borð í Óla Sofus í Stykkishólmi.  Báturinn seig rólega undan þunga mínum (fyrir þá sem þekkja mig vita að það er talsverður þungi) en valt ekki á hliðina eins og ég hélt að myndi gerast.  Jón Jóel kvaðst eiga eftir að læra á seglbúnaðinn sem honum fylgdi, hann kvaðst notast við utanborðs-innanborðs...... eða alla vegna mótorinn. Þetta síðasta er smá innskot frá mér, þar sem þetta er réttilega utanborðsmótor, hann er innanborðs en ekki utanborðs og ???????.


Óli Sofus FD 151 í Stykkishólmi 04. ágúst 2010


Óli Sofus er frá Götu.  Stykkishólmur 04. ágúst 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 417
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311822
Samtals gestir: 29927
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:58:33