Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

24.06.2009 10:23

Flóabáturinn Konráð BA 152

Þann 19. júní 2009 tók ég þessar myndir af stýrishúsi sem stendur við Læknishúsið í Flatey á Breiðafirði.  Ég fékk þær upplýsingar frá Einari Steinþórssyni tengdaföður mínum að þetta stýrishús væri af flóabátnum Konráði BA 152.  Þess má geta að Einar var vélstjóri á Konráði. Ég ræddi líka við Hafstein Guðmundsson bónda í Flatey sem sagði mér að þetta stýrishús hafi verið byggt á Konráð fyrir stríð, en væri ekki upprunalega stýrishúsið. 

Í frásögn Ólafs Ásgeirs Steinþórssonar (smella á heiti greinarinnar), "Brot af sögu flóabátsins Konráðs BA-152", sem birt var í Morgunblaðinu fimmtudaginn 28. mars 2002 dró ég saman eftirfarandi upplýsingar:  15. mars 1927 var stofnað hlutafélag um útgerð flóabáts sem þjóna skyldi byggðum við norðanverðan Breiðafjörð, þetta hlutafélag hlaut nafnið Norðri hf. Menn höfðu augastað á 19. tonna eikarbát, nýsmíði sem stóð óseldur vestur á Þingeyri.  Gengið var frá kaupunum og var ásett verð rúmar átján þúsund krónur.  Báturinn fékk nafnið Konráð BA-152.
Í þessari frásögn Ólafs má m.a. lesa um svaðilför sem skipverjar lentu í.

Í Íslensk skip eftir Jón Björnsson segir um Konráð BA 152 (639):  Smíðaður á Bíldudal 1926 úr eik og furu.  18 brl. að stærð með 45 hestafla Delta aðalvél.  Eigandi Norðri hf. í Flatey á Breiðafirði frá 18. maí 1927.  1935 var sett í bátinn 50 hestafla Scandia vél.  1948 var skipt um vél aftur og þá var það 66 hestafla Kelvin vél sem var svo skipt úr fyrir samskonar vél 1956.  Báturinn talinn ónýtur og tekinn af skrá 23. nóvember 1965.

Hér má sjá ljósmynd af Konráð BA-152 sem er í grein Ólafs Ásgeirs Steinþórssonar.  Þarna gæti verið um upprunalega stýrishúsið að ræða því það virðist minna en það sem er á myndunum mínum. 


Konráð BA 152 í Hafnarsundi við Flatey


Stýrishúsið af Konráði BA-152 og Snæfellsjökull í baksýn.  Flatey á Breiðafirði 19. júní 2009


Stýrishúsið af Konráði BA-152.  Flatey á Breiðafirði 19. júní 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154628
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 15:18:28