Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

29.12.2016 21:32

Ester EA ex Páll Helgi ÍS

Ester EA ex Páll Helgi ÍS

Smíðaður í Smíðastöð Jóns Ö. Jónssonar í Reykjavík 1977.  Eik og fura.  21 brl. 265 ha. Cummins díesel vél.

Eigandi Guðmundur Rósmundsson, Benedikt Guðmundsson og Páll Guðmundsson, Bolungarvík og Hólmsteinn Guðmundsson, Reykjavík, frá 27. júlí 1977.  Báturinn var seldur 28. september 1978 Pétursvör hf, Bíldudal, báturinn hét Hringur BA 165.  Seldur 22. febrúar 1980 Hringi sf, Skagaströnd, báturinn hét Hringur HU 3.  Seldur 19. desember 1983 Rækjuveri hf, Bíldudal, bátuirnn heitir Pétur Þór BA 44 og er skráður á Bíldudal 1988.

Sá bátinn við bryggju við Slippstöðina á Akureyri 06. ágúst 2016.  Í skipaskrá kemur fram að báturinn heitir Ester EA3 og útgerðin Selló ehf.

Nöfn: Páll Helgi ÍS 142, Hringur BA 165, Hringur HU 3, Pétur Þór BA 44, Ester EA 3

Upplýsingar

Íslensk skip, bók 2, bls. 88, 1491 Páll Helgi ÍS 142


Ester EA 3 ex Páll Helgi ÍS 142.  Akureyri 06. ágúst 2016

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153428
Samtals gestir: 237045
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 05:56:17