Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

16.04.2016 22:25

Saga ÍS 430 ex Tjaldur II ÍS 430

1109 Tjaldur II ÍS 430 ex Tjaldur II ÞH 294

Báturinn er smíðaður hjá Trésmiðju Austurlands hf, á Fáskrúðsfirði árið 1970, smíðanúmer 21.  Tré og fura.  15 brl. 90 ha. Kelvin dísel vél.  Teikning eftir Egil Þorfinnsson.

Eigandi Björgvin Helgason og Karl Sigurðsson Reykjavík, frá 1. júní 1970. Báturinn heitir Neisti RE 58.  Seldur 21. desember 1970 Guðmundi Jakobssyni, Ragnari Jakobssyni Bolungarvík og Jóel Stefánssyni Hnífsdal.  Báturinn heitir Neisti ÍS 218.  16. janúar 1973 seldi Jóel Stefánsson sinn hlut í bátnum þeim Guðmundi og Ragnari Jakobssonum.  Báturinn er skráður í Bolungarvík 1988.  Seldur til Patreksfjarðar, í kringum aldamótin, þar sem hann fékk nafnið Ásborg BA 84.  Árið 2009 n.t.t. 26.08. kom báturinn til Húsavíkur og var þá skráður í skipaskrá sem Tjaldur II ÞH 294 í eigu Stormur Seafood ehf.  Báturinn var svo seldur til Suðureyrar í maí 2015, heitir Tjaldur II ÍS 430.  Útgerðin heitir Snerla ehf.

Fyrri nöfn:  Neisti RE 58, Neisti ÍS 218, Ásborg BA 84, Tjaldur II ÞH 294 og núverandi Tjaldur II ÍS 430.

16.04.2016 tók ég aftur myndir af bátnum í Hafnarfjarðarhöfn en nú ber hann nafnið Saga ÍS 430.

Upplýsingar:     

Skipamyndir og skipafróðleikur Emils Páls

Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Íslensk skip, bók 3, bls. 97, Neisti RE 58.


Tjaldur II ÍS 430 í Hafnarfjarðarhöfn 05. október 20151109 Saga ÍS 430, Hafnarfjarðarhöfn 16. apríl 2016


Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1013
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 3153104
Samtals gestir: 236998
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 02:09:06