Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

15.02.2014 10:23

Auðunn ÁR 47 ex Helgi RE 220

5748 Auðunn ÁR 47 ex Helgi RE 220

Smíðaður í Hafnarfirði 1960.  Eik og fura.  2,98 brl. 18 ha. Guldner vél.
Eigandi Bergsveinn Guðmundsson, Reykjavík frá 8. desember 1960.  1968 var sett í bátinn 60 ha. Benz vél.  Seldur 25. mars 1980 Bjarna Guðbjartssyni, Reykjavík.  Seldur 11. maí 1981 Viðari Sigurðssyni, Reykjavík sama nafn og númer.  Seldur 6. mars 1985 Karli Ingimundi Aðalsteinssyni og Jónasi Karlssyni, Hveragerði, hét Auðunn ÁR 47.  Skráður í Þorlákshöfn.  Seldur 22. júní 1991 Hauki Jónssyni, Eyrarbakka.  Báturinn fór á sjóminjasafnið á Eyrarbakka og var tekinn af skrá 30. ágúst 1995.

Ég sá bátinn 08.02.2014 þar sem hann stóð við hliðina á beitningaskúr sem tilheyrir sjóminjasafninu.  Breytt er nót yfir bátinn.  Báturinn er illa farinn og spurning með framhald hans.  Húsið er ekki á honum lengur.  Myndirnar sýna ósköp lítið, en þessi bátur er til ennþá.

Heimild:
Íslensk skip, bátar 3, bls. 52, Helgi RE 220, eftir Jón Björnsson.


Auðunn ÁR 47, Eyrarbakki 08.02.2014.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 80
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153400
Samtals gestir: 237042
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 05:22:50