Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

08.09.2013 13:01

Bátur á Vatnsleysuströnd

Bátur á Vatnsleysuströnd

Þann 29. mars 2013 var ég á ferð á Vatnsleysuströnd og ákvað að kíkja á það sem ég taldi vera bát í einhverjum skúrrústum.  Færið var talsvert en ég ákvað að rölta af stað frá Ásláksstöðum.
Þegar nær dróg sá ég að þarna hafði einhver skúrræfill líklega sprungið í brjáluðu veðri.  Viti menn, í þessum rústum var bátur.

Litlar sem engar upplýsingar eru um þennan bát.  Ég veit þó að eigandi þessa báts er Helgi Davíðsson, Vogum.  Ég spjallaði við hann og hann sagði föður sinn hafa keypt þennan bát af Ingvari í húsinu, eins og maðurinn var kallaður.  Helgi kvaðst ekki vita hvenær báturinn var smíðaður né af hverjum.  Þeir væru búnir að eiga þennan bát í 60 ár eða meira.  Þeir hafi róið á bátnum, sem var árabátur, á grásleppu og veitt sér í soðið.  Við að skoða bátinn sést vel að það hefur verið vél í bátnum og þegar ég spurði Helga sagði hann að líklega hafi þeir sett vél í bátinn en hann mundi ekki hvernig vél.

Við að skoða þennan bát þá tel ég að þetta sé bátur smíðaður með Engeyjarlaginu.  Ekki gott að segja vegna ástands bátsins.  Undirstöður fyrir vél eru í bátnum og þá sést öxulgatið í gegnum afturstefnið og úrtaka úr afturstefninu fyrir skrúfuna.  Ég tók nokkrar myndir af þessum bát og ef einhver kannast við bátinn og veit eitthvað væru þær upplýsingar vel þegnar.
Bátur á Vatnsleysuströnd, 29. mars 2013

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 205
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153525
Samtals gestir: 237049
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 07:38:33