Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

03.05.2014 21:46

Bátur í Hafnarfirði

Þessi bátur, eða bátshræ hefur verið í malarkambinum við Brúsastaði í Hafnarfirði frá því áður en ég flutti í Hafnarfjörðinn.  Margir hafa myndað bátinn en ég hef ekkert fundið um hann.  Svo ef það er einhver sem þekkir sögu þessa báts endilega láta mig vita.

Ég fékk póst frá Iðunni Vöku Reynisdóttur 4. mars 2014 og vil ég þakka henni fyrir að senda mér þessar upplýsingar.  Ég set póstinn hennar hér inn óbreyttann:

Þessi bátur var i eigu Hjálmars Eyjólfssonar afabróður míns.  Hann bjó á Tjörn sem var litið hús á Herjólfsbrautinni (í brekkunni). Hjálmar var sonur þeirra hjóna sem fyrst byggðu Brúsastaði 1 og síðar bjó Þórður bróðir hans þar með sína fjölskyldu.  Hjálmar réri út og náði sér i soðið og færði einnig öðrum. Hjálmar var harðduglegur trillukarl og barngóður.  Var duglegur að gefa mér skeljar og rauðmaga.  Þessi bátur er partur af mínum æskuminningum úr fjörunni, enda yndislegt að alast upp á Brúsarstöðum.  Gaman að rekast á mynd af bátnum.

Frá:  Iðunn Vaka Reynisdóttir



Bátur við Brúsastaði í Hafnarfirði, 20. janúar 2013

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 627
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 312032
Samtals gestir: 29937
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 12:08:27