Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

11.01.2013 21:24

Gæskan SH ex Sóley ÞH

5443 Gæskan SH 160 ex Sóley ÞH 28

Smíðaður af Baldri Pálssyni skipasmið á Húsavík 1972.  4,10 brl. Fura og eik.  Afturbyggður opinn súðbyrgðingur með lúkar.  Vél 8 ha. Kubota.
Báturinn var smíðaður fyrir Gunnar Jónsson og Jóhann Gunnarsson Húsavík, sem áttu bátinn í fjögur ár.  Allmiklar breytingar hafa verið gerðar á bátnum í tímanna rás og er hann nú frambyggður en ekki afturbyggður eins og í upphafi var.
Ekki er vitað hvenær þessi breyting var framkvæmd né hver verkið vann.
Frá árinu 1976 hét báturinn Hugi NS 76, Bakkafirði.
Frá 1978 Aðalsteinn Hannesson AK 35, Akranesi.
Frá 2010 Gæskan AK 35, Akranesi.
Frá árinu 2012 heitir báturinn Gæskan SH 160, Grundarfirði og er Pétur Vilbergur Georgsson skráður eiganid hans.  Báturinn var á strandveiðum sumarið 2012 en á haustmánuðum var hann auglýstur til sölu.  Hvort kaupandi finnst eða hvert báturinn kann að fara er ekki vitað en skráð þá í ljós kemur.

Heimildir:  aba.is, http://aba.is/?modID=1&id=65&vId=106 

Ég var á ferðinni í Grundarfirði í maí 2012 og smellti þá nokkrum myndum af Gæskunni við bryggju.


Gæskan SH 160 ex Sóley ÞH 28.  Gundarfjörður 19. maí 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 1013
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 3153166
Samtals gestir: 237003
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 03:59:52