Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

02.12.2012 21:49

Búlandstindur var sjötti

Búlandstindur

Smíðaður í Bátasmiðju Breiðfirðinga í Hafnarfirði 1956.  Eik og fura.  4.67 brl. 18 ha. Lister vél.

Búlandstindur er sjötti happdrættisbáturinn í röðinni og var dregin út 03. mars 1956, kom á miða nr. 27642 sem var í eigu Þorleifs Sigurbrandssonar, Reykjavík, og er hann því fyrsti eigandi bátsins.  Þorleifur hefur ákvðið að selja bátinn strax.


Mynd úr safni DASMorgunblaðið laugardaginn 24. mars 1956 er sagt frá svaðilför Búlandstinds

Þeir sem áttu leið um Hafnarfjarðarveg í fyrrakvöld (fimmtudaginn 22. mars 1956), sáu hvar þessi stóri trillubátur lá úti í skurði við brúna í Kópavogi.  Verið var að flytja bátinn til Reykjavíkur frá Hafnarfirði.  Heitir báturinn Búlandstindur og var í síðasta happdrætti Dvalarheimilisins.  Hefur hann verið seldur út á land.  Þarna við brúna slitnaði vagninn, sem báturinn var á, aftan úr bílnum sem dró hann.  Fór vagninn með bátinn út í skurðinn þar sem báturinn valt af.  Ekki urðu á honum neinar skemmdir.  Með krana og tilfæringum var báturinn tekinn upp úr skurðinum og settur á vagn og fluttur síðar um kvöldið til Reykjavíkur.


Tíminn laugardaginn 14. apríl 1956, hluti úr grein

Fyrir skömmu var keyptur hingað til Þórshafnar nýr trillubátur, Búlandstindur, sem kom frá happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna.

Ekki liggur saga Búlandstinds á lausu og mun ég halda áfram að grafa upp allt sem ég finn.  Ef þið hafið einhverjar upplýsingar endilega látið þær koma.

Meira síðar.............................

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 46
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 1013
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 3153104
Samtals gestir: 236998
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 02:09:06