Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

28.11.2012 21:39

Arnartindur sá fjórði

Arnartindur GK 212

 

Smíðaður í Bátasmiðju Breiðafjarðar í Hafnarfirði 1955.  Eik og fura.  4,25 brl. 16 ha. Lister vél.

Arnartindur var fjórði happdrættisbáturinn frá DAS, hann var dregin út  3. júní 1955 og kom á miða nr. 4978, sem var í eigu Ásgeirs Höskuldssonar, Mosfellsbæ sem er þá fyrsti eigandi Arnartinds.

Ásgeir stundaði nám í verkfræði og seldi því bátinn til að fjármagna nám sitt erlendis.


Arnartindur, Höskuldur Ágústsson, Ásgerður Höskuldsdóttir og Auðunn Hermannsson. 
Mynd úr safni DAS


Ásgerður Höskuldsdóttir við Arnartind.  Mynd úr safni DASSeldur  1. júlí 1955, Gunnari Karlssyni, Ási og Guðjóni G. Karlssyni, Karlsskála, Grindavík.  Báturinn seldur 15. október 1960 Karli G. Karlssyni og Ingibergi Karlssyni, Karlsskála.  Báturinn fórst á Járngerðarstaðasundi 2. Febrúar 1961.  Þrír menn voru í áhöfn bátsins.  Einn fórst og tveir björguðust.

 

Alþýðublaðið föstudaginn 8. júlí 1955 skýrir frá því að í dag sé nýr bátur á leiðinni til Grindavíkur.  En það er báturinn Arnartindur sem verður GK 212.  Í gærkveldi átti að setja bátinn á flot í Bátasmiðastöð Breiðfirðinga í Hafnarfirði.  Báturinn sé eign þriggja bræðra, Karls Gunnars, Guðjóns G. og Ingibergs Karlssona.

 

Morgunblaðið föstudaginn 19. október 1956 var Arnartindur auglýstur til sölu.
Alþýðublaðið, föstudaginn 3. febrúar 1961.   

Bátur ferst við Grindavík

 

Þilfarsbáturinn Arnartindur GK 212 fórst í gærdag (fimmtudaginn 02. febrúar 1961) um klukkan 3 á Brimsundi við Grindavík.  Þegar hann var að koma úr róðri.  Á bátnum voru þrír menn og drukkanði einn þeirra, Ingibergur Karlsson, Karlsskála í Grindavík.  Hann var tæpra 43 ára, fæddur 5. mars 1917.  Hann lætur eftir sig aldraða móður.

Tildrög slyssins eru þau að þegar Arnartindur, sem er 5 lesta þilfarsbátur, var að koma úr róðri, um þrjúleitið var komið foráttubrim.  Arnartindur var á leið til hafnar í Grindavík en innsiglingin er mjög þröng og hættuleg.  Á Brimsundi hvoldi bátnum.

 

Atburðurinn sást úr landi og fór vélbáturinn Ólafur, 22 lestir, út til að reyna að bjarga mönnunum. Ólafur var nýkominn úr róðri. Skipstjóri á honum er Einar Dagbjartsson.

Skipverjum á Ólafi tókst að bjarga einum manni af Arnartindi, Berþór Guðmundssyni, til heimilis að Aðalstræti 13, Akureyri. Þegar að var komið hélt Berþór sér á floti á belgjum.

 

Nokkuð löngu síðar sáu menn úr landi einhverja þústu i sjónum. Héldu menn að þarna væri selur. Einhver sótti samt sjónauka og þá kom í Ijós að það var maður á floti.  Var brugðið skjótt við og bátur sendur út manninum til bjargar.  Hann heitir Einar Jónsson, Járngerðarstöðum í Grindavík. Hann er kvæntur og á fjölda barna. Einar bjargaðist nær klukkustund eftir að Arnartindi hvolfdi og hafði hann þá verið á sundi allan tímann.  Er talið að ekki hafi mátt dragast mínútum lengur að honum yrði bjargað.

 

Báturinn sem fórst, Arnartindur, er einn af happdrættisbátum Dvalarheimilis aldraðra sjómanna.

 

Heimild:

Íslens skip, bátar

Tímarit.is

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154662
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:21:59