Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

19.09.2012 22:15

Svanur SU 28

5630 Svanur SU 28
Smíðaður á Fáskrúðsfirði 1961.  Eik og Fura.  2,99 brl. 45 ha. Gibsy vél.
Eigandi Jón Úlfarsson, Eyri Fáskrúðsfirði, frá 29. des. 1969.  Eiganda ekki getið fyrir þann tíma.  Seinna hét báturinn Krummi SU 280.  Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá 26. maí 1995.

Man ekki hvenær ég tók þessa mynd.  Man að ég tók hana því mér fannst báturinn flottur með þetta Land Rover hús.  Fann þessa frásögn um bátinn í Íslensk skip, bátar.

Heiðberg Hjelm semdi mér þessa athugasemd/sögu og ég ákvað að setja hana hér inn.  Heiðberg segir húsið á bátnum vera af Austin Gypsi jeppa og er sú saga til af tveim bátum sem voru á siglingu út af austfjörðum í þoku og slæmu skyggni.  Annar kallar í talstöðina.......heldur þú ekki að við séum að nálgast land...svarað var....því reikna ég með, að minsta kosti er ég að mæta hér Austin Gypsy.


5630 Svanur SU 28.  Mynd tekin fyrir margt löngu, man ekki hvenær.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 351
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311756
Samtals gestir: 29922
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 06:53:53