Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.09.2012 14:13

Von, Vogum

Von, Vogum ex Dröfn, Þorlákshöfn

Nú vantar mig smá aðstoð frá ykkur varðandi þennan bát. 

Árni Vilhjálmsson átti bátinn, hafði líkast til fengið hann að sunnan.  Hann gaf síðan Aðalsteini Júlíussyni bátinn.  Aðalsteinn notaði bátinn ekki mikið og lét mann á Eyrarbakka fá bátinn í skiptum fyrir reiðhest.
Aðalsteinn telur að þessi maður á Eyrarbakka hafi svo selt bátinn til Þorlákshafnar.   

Núverandi eigandi er Anton Númi Magnússon, Vogum.  Hann eignaðist bátinn fyrir fjórum árum mynnti hann en þá hét báturinn Dröfn og var frá Þorlákshöfn.
Anton kvaðst hafa saumað allan bátinn upp og breytt honum.  Skipt um tvö borð sitthvoru megin í honum. Hann smíðaði m.a. nýtt stýrishús og setti það að aftan.  Fannst það ekki koma nógu vel út svo hann færði það frammá.  Báturinn heitir Von.

Anton var ekki frá því að báturinn hafi verið smíðaður á Húsavik.........................einhver?
Meira veit ég ekki, sem er harla lítið ekki neitt.
Addi Júll vill meina að báturinn sé ekki smíðaður á Húsavík.

Ég tók myndir af bátnum eins og hann lítur út í dag og svo tók ég myndir af myndum hjá Antoni af bátnum eins og hann leit út þegar hann keypti bátinn og svo þegar hann hafði smíðað nýtt hús á hann.

Meira síðar..............................


Dröfn, Þorlákshöfn.  Ljósmynd af ljósmynd í eigu Antons.


Von, Vogum.  Ljósmynd af ljósmynd í eigu Antons.


Von, Vogum.  Vogar 08. september 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 270
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311675
Samtals gestir: 29919
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:26:27