Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.09.2012 13:57

Bátur í Vogum

Báturinn er smíðaður 1942 að Bakka á Vatnsleysuströnd, af Ingimundi Guðmundssyni í Litlabæ.  Hann er með svokölluðu Engeysku lagi.  Vélin í bátnum er 1. cyl Gauta.  Báturinn var smíðaður fyrir bændur á Kálfatjörn og var hann notaður sem grásleppubátur.  Þetta mun vera síðasti bátur af þessari gerð sem var í notkun.  Þá er hann síðasti báturinn sem tekinn var upp í Kálfatjarnarvörinni en það var 7. ágúst 1974.
Frá Kálfatjörn mun báturinn eitthvað hafa verið notaður á Þingvallavatni.

Núverandi eigandi bátsins er Minjafélag Sveitafélagsins Voga en þeim var færður báturinn á haustdögum 2006 að gjöf.  Það var Ólafur Erlendsson og fjölskylda frá Kálfatjörn sem afhentu félaginu bátinn. 
 
Ráðgert er að hefjast handa við að gera við bátinn.  Báturinn mun fara í slippinn í Njarðvík á næstunni og mun maður að nafni Haukur ?, (fullt nafn síðar) taka að sér að lagfæra bátinn og svo verður báturinn málaður.  Þegar er hafist handa við að skrapa alla lausa málningu af bátnum, að því loknu á að bera glæra fúavörn á hann. 
Enn vantar mig nafn bátsins.................................

Myndir í albúmi, smellið á myndina og kíkið á myndirnar.Myndir í albúmi, smellið á myndina og kíkið á myndirnar.
Meira síðar.............................


Bátur í Vogum, 08. september 2012


Í Kálfatjarnarvör um 1965.  Mynd úr safni Minjasafns Sveitafélagsins Voga, með leyfi.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153372
Samtals gestir: 237039
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 04:52:12