Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.08.2012 21:50

Skrauti SH 133

5914 Skrauti SH 133

Stærð 1,75 brl. Mahogní krossviður.  10 ha. SABB vél.  Opinn bátur, trilla.

Smíðaður í Framnesi á Hvammstanga 1978 af Eðvarði Halldórssyni fyrir séra Gísla Kolbeins, Stykkishólmi sem átti bátinn í 14 ár.  Seldur þann 31. október 1992 Gunnari Eiríki Haukssyni, saman nafn og númer, Skrauti SH 133 5914.

Í bók nr. 3, Íslens skip bátar kemur fram að Skrauti sé skráður í Stykkishólmi 1997.
Á heimasíðu aba.is kemur fram um Skrauta að Gunnar Eiríkur Hauksson hafi átt bátinn frá 1992 og það sem eftir var af líftíma hans.
Báturinn hét Skrauti SH 133, Stykkishólmi er hann var felldur af skripaskrá 10. ágúst 1998 með þeirri athugasemd að hann hafi ekki verið með haffæri síðan 1981.

Þann 24. júlí 2012 tók ég myndir af Skrauta á planinu við Skipavík.  Þar stendur hann og er farin að láta á sjá en að mínu mati ekki ónýtur.

Heimild
Íslensk skip bátar, bók nr. 3
aba.is


Skrauti SH 133, Stykkishólmur 24. júlí 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 1013
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 3153166
Samtals gestir: 237003
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 03:59:52