Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

01.07.2012 14:08

Auðbjörg, Stokkseyri

6463 Auðbjörg HF-47
Stærð: 4,32 brl. Smíðaður árið 1962 á Hofsósi. Fura og eik. Súðbyrðingur.  Afturbyggð trilla. Vél 16 ha. SABB.  Báturinn var smíðaður fyrir Eggert Klemenzson, skipstjóra Skógtjörn á Álftanesi og að tilstuðlan bróður Eggerts, Guðjóns Klemenzsonar, sem var héraðslæknir á Hofsósi um 10 ára skeið. Nafnið á bátnum er eftir móður þeirra sem hét Auðbjörg Jónsdóttir. Þegar Auðbjörg HF-47 kom á Álftanesið var báturinn opinn með lágum gluggalausum lúkarskappa, bogadregnum að framan og þannig var hann til 1970 að lúkarinn var hækkaður og settir í hann gluggar.

Eggert seldi bátinn 02. apríl 1975 til Hafnarfjarðar, til þeirra Ólafs H. Eyjólfssonar, loftskeytamanns og Eyjólfs Einarssonar, bátasmiðs en báða þessa menn þekkti Eggert.  Þeir Ólafur og Eyjólfur breyttu bátnum, rifu frambygginguna af og notuðu hann þannig opinn fyrst í stað en smíðuðu svo á hann stýrishús að aftan.  Eyjólfur hafði orð á að báturinn væri einstaklega vel smíðaður, kjölur sterklegur og aldrei hafi komið að honum leki.  Bátinn áttu þeir, Ólafur og Eyjólfur, til ársins 1994 en seldu hann þá Ragnari Hjaltasyni, Hafnarfirði og Hafsteini Sigmundssyni væntanlega sama stað.  Allt fram til ársins 1995 hét báturinn Auðbjörg HF-47 en 04. ágúst 1995 var báturinn seldur til Húsavíkur og er þar skráður sem Auðbjörg ÞH-302 en árið 1996 er hann aðeins skráður Auðbjörg ÞH.  Eigandi að bátnum á Húsavík var Jóhann Hauksson, Laxárvirkjun 2, Suður-Þingeyjarsýslu.

Árið 2001 fór báturinn til Stokkseyrar og hét þar Auðbjörg ÁR. og var í eigu Ólafs Auðunssonar, sem
breytti honum í frambyggðan bát í gamla frystihúsinu á Stokkseyri.
Frá Stokkseyri fór báturinn 2002 til Reykjavíkur þar sem hann hét  Auðbjörg RE. og var í eigu Böðvars Markan, pípulagningarmeistara í Mosfellsbæ og er hann seinastur manna skráður fyrir bátnum á skipaskrá.  Báturinn hét Auðbjörg RE. er hann var tekinn úr rekstri og felldur af skipaskrá 21. febrúar 2008.  Böðvar átti bátinn í það minnsta í þrjú ár en gaf hann þá til niðurrifs manni, sem Hörður hét en af Snarfaramönnum er kallaður Galdri. Hörður gaf síðan ónafngreindum manni bátinn til niðurrifs.

Í hverju það niðurrif var fólgið er ekki vitað en árið 2012 er bátinn að finna á geymslusvæði, sem er á móts við Straumsvík og er nokkuð víst að báturinn hefur farið í sína seinustu sjóferð.

H
eimildir:

http://aba.is/?modID=1&id=64&vId=101

Eins og fram kemur í lok þessarar færslu hjá Árna Birni þá er Auðbjörg núna á geymslusvæðinu móts við Straumsvík.  Í samtali mínu við starfsmann Geymslusvæðisins vita þeir ekki hver er eigandi bátsins í dag.  Segja Auðbjörgu hafa dagað þarna uppi og það virðist ekkert bíða bátsins annað en kurlarinn.

Það var nú ekki auðvelt að komast að bátnum til að mynda hann en hann er á kafi í drasli eins og þið getið séð.  Þið getið séð fleiri myndir ef þið smellið á myndina.


6463 Auðbjörg.  25. júní 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154259
Samtals gestir: 237149
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 01:22:35