Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

22.05.2012 21:15

Fróði HF 47

Fróði HF 47 - 7044
Smíðaður af Eyjólfi Einarssyni í Hafnarfirði 1988.  Eik og fura.  9,22 brl. 65 ha. Sabb vél.
Eigandi Grímur Ársælsson og Stefán Steinar Benediktsson, Hafnarfirði, frá 24. mars 1988. 

Þegar ég var að leita upplýsinga um bátinn þá fékk ég að vita að Steindór Arason, bróðir Hólmgeirs Arasonar trillusmiðs á Ísafirði væri að endurbyggja Fróða.  Steindór lést 15. febrúar 2012 og náði ekki að ljúka uppgerð á Fróða. 

Þann 4. mars 2012 náði ég að taka myndir af Fróða þar sem hann stóð inni í húsi, einni verbúðinni við Hvaleyrarlón í Hafnarfirði.  Tréverki var nánast lokið og gat ég ekki séð betur en vandað hafði verið til verksins.  Vélin í bátnum var Sabb 48 kw. vél sem tekin var upp í Iðnskólanum fyrir þremur árum síðan og hefur líti ðverið keyrð síðan.  Menn voru að koma og skoða Fróða en nýbúið var að setja hann á sölu. 

Þann 15. apríl fékk ég sendar myndir af Fróða frá Sævari Gumundssyni.  Það var verið að hífa Fróða á vagn og búið var að selja bátinn.  Nýr eigandi væri Sigurður Pétursson Grundarfirði.

Þann 19. maí 2012 var ég staddur í Grundarfirði og tók myndir af Fróða þar sem hann var bundinn við bryggju.  Þann 20. maí var ég aftur á ferð í Grundarfirði og kíkti aftur á Fróða, þá var Siggi P um borð í bátnum.  Siggi var að vinna við að setja rafmagn í bátinn og ditta að ýmsu.  Hann var búinn að hreinsa alla málningu af bátnum og bera á bátinn.  Þá var búið að mála hluta af tréverkinu hvítt.  Báturinn tók sig mjög vel út þarna við bryggjuna og greinilegt að Siggi P mun gera bátinn klárann og hugsa vel um hann.


Fróði inni í skúr.  Hafnarfjörður 04. mars 2012


Fróði á flugi.  Mynd frá Sævari Guðmundssyni, birt með hans leyfi.


Fróði í Grundarfjarðarhöfn 19. maí 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 489
Gestir í gær: 36
Samtals flettingar: 3154279
Samtals gestir: 237149
Tölur uppfærðar: 30.5.2020 01:55:03