Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

15.04.2012 16:07

Hrísey SH 148

Hrísey SH 148 ex Litli Vinur SH 194
Smíðaður í Stykkishólmi 1976.  Eik og fura.  2,7 brl. 10 ha. SABB vél.  Hét Litli Vinur SH 194.  Eigandi Aðalsteinn Sigurðsson, Stykkishólmi frá 8. september 1976.  Aðalsteinn seldi bátinn 25. október 1976 sigurði Sörenssyni, Stykkishólmi, hét Litli Vinur SH 49.  Seldur 1. júlí 1981 Kristjáni Sæmundssyni, Teigi, Hvammssveit, hét Litli Vinur SH 6.  Seldur 1. mars 1983 Sigurði Sörenssyni Stykkishólmi.  Seldur 14. apríl 1987 Jóni Guðmundssyni, Stykkishólmi.  Báturinn heitir Hrísey SH 148 og er skráður í Stykkishólmi 1997.

07. apríl 2012 er báturinn í malargryfju í Grundarfirði og farinn að láta nokkuð á sjá.  Verður líkast til aldrei neitt meira úr honum en ég hef svo sem ekkert vita á þessu en þetta er mitt "faglega álit" þó það sé ekkert.  Það væri mikil synd ef þetta er rétt hjá mér.

Upplýsingar:
Íslensk skip, bátar, hefti 3 bls. 162, Litli Vinur SH 194 5738.


5738 Hrísey SH 148.  Grundarfjörður 07. apríl 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 253
Gestir í dag: 114
Flettingar í gær: 236
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 347642
Samtals gestir: 32207
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 12:40:55