Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.12.2011 23:34

Júlli x Kristján ÞH 5

Það kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði hvaða bátur Júlli var en hann er gamli Kristján ÞH5.  Hafþór hafði sent mér mynd af Júlla frá Húsavík, við í sameiningu sögðum þetta ekki sama Júllann en við höfðum rangt fyrir okkur.

Júlli x Kristján ÞH 5, 5430
Smíðaður á Húsavík 1966 af Jóhanni Sigvaldasyni skipasmið á Húsavík.  Eik og fura.  2 brl. 10 ha. Thornycroft vél.  Afturbyggður opinn súðbyrðingur.
Smíðaður fyrir Helga Kristjánsson Setbergi á Húsavík frá 18. mars 1966.  Helgi átti bátinn í 27 ár eða til ársins 1993.  Frá því ári var báturinn skráður á Höfða hf. Húsavík.  Seldur 27. ágúst 1996 Kristjáni Ásgeirssyni Húsavík. 
Aðalsteinn Júlíusson á Húsavík eignast bátinn í kringum 1999-2000.  Hann náði að eignast bátinn rétt áður en gefa átti hann á leikvöll á Húsavík.  Báturinn var frekar lúinn en Aðalsteinn tók bátinn í gegn og gerði hann upp, skipti um nafn og kallaði bátinn Júlla.  Aðalsteinn seldi bátinn til Reykjavíkur um 2003-2004.
Núverandi eigendur eru Kristján Atli Hjaltalín og Guðmundur Sighvatsson en þeir keyptu bátinn af Aðalsteini.  Kristján kvaðst hafa gert lagfæringar á bátnum, m.a. hafi hann skipt um stýrishús, stækkað það lítillega og smíðaði kassa aftan við stýrishúsið því plássið sem þar var hafi nýst illa.  Þá hafi hann sett mahogníhurð og mahogní í kringum gluggana. 
Kristján sagði það vera þrjú ár sem Júlli hafi ekki farið í sjó og þetta væri spurningin um að gera eitthvað núna í vor ef báturinn ætti ekki að eyðileggjast.

Heimildir
www.aba.is
Íslensk skip, bátar, 4 bindi bls. 141
Kristján Atli Hjaltalín, munnlegar upplýsingarJúlli, Reykjavík 01. maí 2011


Júlli á Húsavík.  Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 18. ágúst 2001

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154696
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:53:43