Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

03.12.2011 10:58

Færeyingur

Færeyskir bátar eru nokkrir hér á landi að mér skilst.  Ég hef verið með myndir af tveimur Færeyingum hér áður, Óli Sófus Stykkishólmi og svo sendi Teddi mér myndir af einum á Bíldudal.  Þegar ég skrifaði um þann bát þá fékk ég upplýsingar um að einn Færeyingur væri á Patreksfirði.

Nú er ég líklega búinn að mynda þann bát en s.l. sumar þá var bátur fyrir utan Bátastöðian sem mér var sagt að kæmi frá Patreksfirði en hefði verið s.l. sumar í höfninni í Kópavogi.  Þar skemmdist báturinn eitthvað og má sjá það á myndnum hjá mér.

Það sem er öðruvísi við þenna bát en hina tvo sem ég hef fjallað um hér er að hann er ekki með mótorstokk niður út botni bátsins.  Sett hefur verið festing utan á bátinn fyrir mótor.

Sögu bátsins þekki ég ekki ennþá en það kemur...........................

Meira síðar.................................


Færeyingur við Bátastöðina, Reykjavík 02. ágúst 2011


Skemmdir á afturstefni og festingin fyrir utanborðsmótorinn, Reykjavík 02. ágúst 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 99
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154628
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 15:18:28