Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.11.2011 20:06

Svanur, Reykjavík

Svanur var í Snarfarahöfninni í sumar og nú er búið að taka hann á land.  Engar upplýsingar hafði ég í upphafi þar til Teddi benti mér á réttu leiðina.  Takk fyrir það Teddi.  Eina sem ég vissi var að báturinn hafi alltaf heitið Svanur.

Svanur BA 306 var smíðaður veturinn 1941-42 af Gísla Jóhannssyni í Bíldudal fyrir Árna Magnússon Kolbeinsskeið (kallað Skeiði) í Selárdal.  Árni eignaðist bátinn vorið 1942.  Smíðaður úr eik og furu.  1,5 brl.  4 ha. Sleipner vél.  Báturinn hefur alltaf heitið Svanur og var opinn í upphafi.

Árið 1995 var báturinn endurbyggður.  Endurbygging hófst 20. mars og lauk 30. maí 1995.  Í fyrstu voru böndin höfð í bátnum meðan skipt var um byrðinginn.  Síðan var skipt um böndin.  Sett var á bátinn stýrishús, að aftan.

Árið 2001 var báturinn tekinn aftur í gegn en þá var skipt um stýrishús og það sett að framan.  Það eina sem eftir er af upprunalega bátnum er stýrissveifin, sagði Bergsveinn.  Í dag er 8 ha. Sabb díselvél í bátnum.

Til gamans má geta þess að ein "smá" kvöð fylgdi bátnum þegar synir Árna fengu bátinn.  Það er að þegar synirnir hætta að nota bátinn þá á að farga honum.
Núverandi eigendur eru Bergsveinn, Jón og Sveinn Árnasynir.  Sveinn sagðist þó vera búinn að draga sig út úr þessu og tæki ekki þátt lengur.

Framtíð Svans er nokkuð óráðin að sögn Bergsveins en báturinn er kominn upp á land og spurning hvað gerist næsta vor.

Upplýsingar
Sveinn og Bergsveinn Árnasynir, munnlegar upplýsingar.
Íslensk skip, bátar - 1. bindi bls. 77.


Svanur, Snarfarahöfn 23. október 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 108
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153428
Samtals gestir: 237045
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 05:56:17