Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.11.2011 19:59

Hrólfur x Ötull

Myndaði þennan við höfnina í Kópavogi 5. nóvember 2011.  Núverandi eigandi heitir Þorvaldur Hermannsson, ég gef honum orðið.


Bátinn smíðaði Ragnar Jörundsson á Hellu við Steingrímsfjörð árið 1984 fyrir mann að nafni Henrý Níelsen, Drangsnesi. Henrý seldi Hrólfi Guðmundssyni bátinn nokkrum árum síðar.  Ég fékk síðan bátinn sumarið 2009 en hann hafði verið geymdur á bak við gömlu fiskimjölsverksmiðjuna á Hólmavík í nokkur ár. Hann var í mjög slæmu ástandi, gisinn og ljótur. Báturinn hét Ötull í eigu Henrýs en ég hef nefnt hann Hrólf í höfuðið á fyrrum eiganda. Ég læt fylgja tvær myndir með en önnur er af bátnum þar sem hann liggur undir vegg fyrir endurbætur og  hin eftir endurbætur.


Hrólfur áður en Þorvaldur og Hermann gerðu hann upp. 
Mynd í eigu Þorvaldar Hermannssonar, tekin 14. júní 2009

Ég og faðir minn Hermann smíðuðum  hvalbak á bátinn, við bjuggum til nýja plitti (gömlu voru alveg ónýtir), skröpuðum alla gamla málningu af, kíttuðum mikið og máluðum allan bátinn frá a-ö. Einnig styrktum við bátinn aðeins. Öll járnvinna var gerð af pabba mínum (er járnsmiður), statíf undir handfærarúllu (gömul Hellurúlla), keifar o.fl.. Við erum síðan með gamlan Johnson mótor, sea horse 20 hö árgerð ´73, sem gengur eins og klukka. Einnig var smíðuð kerra undir hann. Við höfum verið með bátinn í Kópavogshöfn undanfarin tvö sumur en stefnum á að fara með hann aftur á æskustöðvarnar og róa á honum frá Hólmavík. Hann nýtur sín best á Steingrímsfirði. Áður en það gerist þarf að skipta um fjögur borð í skrokknum, laga flest böndin, kítta , mála og betrum bæta plittina.


Nýuppgerður, mynd í eigu Þorvaldar Hermannssonar, tekin 09. febrúar 2010


Hrólfur, Kópavogur 05. nóvember 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154662
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:21:59