Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

14.10.2011 22:13

Hrafnkell

Þennan bát sá ég 25. mars 1996 á Reykjanesi, n.t.t. móts við Norðurkot við Sandgerði.  Tók myndir af honum en leitaði ekkert eftir sögu hans.  Fékk vísbendingu um að þessi bátur væri kallaður Rafnkelsstaðabáturinn og var mér bent á að tala við Sigurð í Norðurkoti.  Eftirfarandi kom fram í frásögn Sigurðar.

Hrefnkell
Báturinn heitir Hrafnkell.  Smíðaár ekki vitað og ekki vitað hver smíðaði bátinn.  Upphaflega smíðaður sem fjóræringur og er smíðaður með svonefndu Engeyjarútliti.  Einar Gestsson, fæddur í Bjarghúsum í Garði sagðist hafa keypt bátinn af Guðmundi á Rafnkelsstöðum um 1930-35.

Sigurður K. Eiríksson Norðurkoti kvaðst hafa farið að velta fyrir sér hvers vegna báturinn héti Hrafnkell.  Þá kom í ljós að Rafkelsstaðir hétu áður Hrafnkelsstaðir.  Báturinn var allur endursmíðaður af Einari Gestssyni Bjarghúsum.  Sigurður kvaðst hafa farið á sjó með Einari og þetta væri hörkuskip.  Sigurður vildi meina að bátnum hafi verið lagt um 1990.

13. apríl 2013 fór ég að kíkja eftir bátnum.  Þarna á staðinn er komið íbuðarhús frá því ég var þarna síðast og báturinn hafði verið færður upp að gömlu húsunum sem sjá má á myndinni hér að neðan með grænu þökunum.  Báturinn sjálfur hefur lítið breyst annað en að það sér meira á honum.  Helstu breytingar á húsunum er að það hefur verið skipt um þak á fremra húsinu og sett tréþak, jarni tekið af og þakið málað svart.  Hitt húsið er enn með bátujárni en það málað svart.  Set eina nýja mynd hér með og fleiri myndir í albúmi.

Heimildir:
Sigurður K. Eiríksson, Norðurkoti, munnlegar heimildir.
Ferlir.is http://www.ferlir.is/?id=3624  og http://www.ferlir.is/?id=17100


Hrafnkell 25. mars 1996

 

Hrafnkell 13. apríl 2013

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153472
Samtals gestir: 237048
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 06:27:18