Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

16.09.2011 21:49

Pési á Húsavík

Þennan sá ég á Húsavík þegar ég gékk um hafnarsvæðið á Sail Húsavík.

Eigendur bátsins eru Pétur Fornason, Fornhaga, Árni Pétur Hilmarsson í Nesi og Þorsteinn Halldórsson Birgisholti. 

Pési ex Litli Latur EA 90 (9832)
Smíðaður af Þorgrími Hermannssyni á Hofsósi 1984.  Stærð: 1,26 brl. Fura og eik.  Petter vél.  Opinn súðbyrðingur. 

Vilhjálmur Sigtryggsson á Húsavík kaupir bátinn nýjan af Þorgrími.  Þó talið að báturinn hafi ekki verið smíðaður fyrir Vilhjálm heldur fyrir annan aðila sem síðan hafi hætt við kaupin.  Vilhjálmur heyrði af þessum bát og fór og skoðaði hann, þá nýbúinn að selja bát sem hann átti og hét Latur.  Vilhjálmur kaupir svo þennan bát og nefnir hann Litla Lat.

Einar Þorgeirsson í Grímsey kaupir síðan bátinn af Vilhjálmi.  Báturinn er lögskráður 1990 og þá á nafni Óttars Þórs Jóhannssonar, Grímsey, tengdasonar Einars.  Báturinn er felldur af skrá 9. desember 1992.  Að sögn Júrunnar, ekkju Einars, hafi nafnið á bátnum verið Litli Latur þegar hann kom til Grímseyjar.  Jórunn hafi sagt að báturinn hafi komið einhversstaðar af austan til Grímseyjar, líklega frá Þórsöfn á Langanesi. Jórunn seldi bátinn suður. 

Kaupandi var Gunnar Kristjánsson slökkviliðsmaður.  Hann hafi verið með bátinn við Selvatn við Reykjavík.  Þar hafi báturinn verið tekinn á land og fúnað að ofan. Vélin í bátnum var Petter. 

Næstu eigendur eru síðan Garðar Héðinsson, Árni Pétur Hilmarsson og Þorsteinn Halldórsson.  Garðar sótt bátinn suður, um 2004.  Fyrst hafi verið farið með bátinn á Hornafjörð í geymslu, þar sem hann hafi líklega verið í um eitt ár.  Þaðan var farið með hann á Vopnafjörð þar sem hann dagaði eiginlega uppi.  Þaðan var síðan farið með bátinn í Aðaldal.  Þeir hafi ætlað sér að gera bátinn upp en það hafi lítið orðið úr framkvæmdum.  Þeir hafi svo fengið Pétur í Fornhaga til aðstoðar til að gera bátinn upp fyrir hlut í bátnum.  Pétur hafi gert bátinn upp og kvaðst Garðar svo hafa sett nýja vél í bátinn, Volvo 1 cy. ásamt Pétri.  Garðar kvaðst svo hafa eftirlátið Pétri sinn hlut þannig að Pétur á núna helming í bátnum á móti Árna Pétri og Þorsteini.

Pétur kvaðst hafa gert bátinn upp, skipt um efsta umfarið alveg, ásamt borðstokk.  Hann hafi einnig skipt um hluta tveggja umfara í viðbót.  Skipt um bönd og saumað bátinn upp þar sem þurfti.
Pétur vildi meina að Pési væri smíðaður í Færeyjum.  Hann væri mjórri en aðrir bátar af sömu gerð.

Í dag heitir báturinn Pési.  Nafnið Litli Latur tapaðist einhversstaðar í öllum fluttningum bátsins um landið.

Smá um smiðinn, Þorgrím Hermannsson.
Þorgrímur Hermannsson var sjálfmenntarðu í skipasmíðum.  Hann stundaði útgerð frá Hofsósi yfir sumarmánuðina en notaði veturna til smíða.  Í upphafi smíðaferils síns annaðist hann viðgerðir á bátum en fór í framhaldi af því að fást við nýsmíðar.  Báta sína byggði Þorgrímur í gömlu rafstöðinni á Hofsósi og uppi á lofti í samkomuhúsi staðarins, Skjaldborg.
Allir bátar Þorgríms voru súðbyrðingar en við smíði slíkra báta eru notuð mót, sem kallast spantar.  Þorgrímur hafði aftur á móti þann hátt á að leggja neðstu borð frá kili nánast fríhendis en með vissum gráðuhalla.  Minnkaði þetta mjög alla vinnu við smíðina þar sem spannta þurfti þá aðeins að smíða vegna frágangs á tveimur til þremur efstu umförunum.

Upplýsingar:
Pétur Fornason, Fornhaga, munnlegar upplýsingar.
Árni Pétur Hilmarsson, Nesi, munnlegar upplýsingar.
Garðar Héðinsson, Laxárvirkjun, munnlegar upplýsingar.
Halldór Jóhannsson, Þórshöfn, munnlegar upplýsingar. (Bróðir Óttars Þórs Jóhannssonar)
aba.is


Pési, Húsavík 21. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 382
Gestir í dag: 216
Flettingar í gær: 3679
Gestir í gær: 1346
Samtals flettingar: 351450
Samtals gestir: 33655
Tölur uppfærðar: 6.5.2024 05:32:38