Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

03.09.2011 17:49

Sumarliði, dagbók

Dagbók um viðgerðina á Sumarliða

Jón Ragnar sendi mér þessa teikningu.  Teikningin sýnir hvernig Sumarliði á að líta út eftir viðgerð.  Jón Ragnar segir að nú sé að hefjast viðgerð á Sumarliða og mun ég líta við hjá honum og fylgjast með.  Hér að neðan má sjá hvernig Sumarliði lítur út og svo er teikningin sem sýnir hverngi hann á að líta út.  Jón Ragnar á mikið verk fyrir höndum.  Ég held að hann eigi nú samt eftir að klára þetta glæsilega.


Svona leit Sumarliði út þegar ég sá hann fyrst, 03. mars 2011


Svona á Sumarliði að líta út eftir viðgerð.

Hér fyrir neðan ætla ég að halda dagbók um viðgerð á Sumarliða eftir því sem ég get.


06. september 2011
Jón Ragnar er að fara að setja Sumarliða inn.  Ég hafði ekki tíma til að bíða eftir því svo ég tók engar myndir af því.  Fyrst þurfti Kári þó að fara út.


Kári SH á útleið, 06. september 2011


08. september 2011
Jón Ragnar sendir mér póst um að það sé búið að setja Sumarliða á hliðina, fjarlægja gamla kjölinn og verið að smíða nýjan kjöl.

10. september 2011
Kíkti við og leit á Sumarliða.  Allt eins og Jón Ragnar sagði, báturinn á hliðinni og búið að fjarlægja kjölinn.  Máltækið segir "Hálfnað verk þá hafið er" en það er nú talsvert í land, en það er birjað.


Sumarliði 10. september 2011


Kjölurinn farinn, 10. september 2011

19. september 2011
Leit við í dag og sá að ekki hafði mikið verið gert, alla vegna ekki svona sýnilegt.  Þó sá ég að búið var að fjarlægja afturstefnið til viðbótar við kjölinn.  Hitti á Jón Ragnar sem sagði að kjölurinn yrði kominn í um næstu helgi.  Svo væri það afturstefnið en það væri smá maus við það og það tæki lengri tíma.  Nú er að sjá hvort strákurinn standi við stóru orðin:)  Set inn eina tillögu frá mér af hugsanlegri málningarútliti Sumarliða.  Notaðist við teikninguna sem JRD lét mig fá, teiknaði upp aftur og nú get ég málað eins og mig listir.


Kjölur og afturstefni farin.  Reykjavík 19. september 2011


Skrúfan af Sumarliða.  Raykjavík 19. september 2011


Málningatillaga 1, Rikki R 19. september 2011


01.október. 2011
Í dag leit ég inn í Bátastöðina.  Þarna var búið að rétta Sumarliða við og kjölurinn kominn undir hann og neðri hluti framstefnisins.  Jón var búinn að teikna upp afturstefnið, þ.e. innri línuna.  Þá var verið að vinna við að hreinsa spansgrænuna af skrúfunni.  Nú er hægt að hefjast handa fyrir alvöru við lagfæringarnar.  Þegar ég var þarna mættu tveir heiðursmenn á staðinn, Jón Lárus Bergseinsson og Rögnvaldur Már Helgason.  Jón og Rögnvaldur ólust upp með Sumarliða.  Þá var mér sýndar gersemar sem fundust um borð í Sumarliða, kertastjaki, Kodak myndavél og Gucci ilmvatn.  Spurning um að bjóða í myndavélina?


Sumarliði á réttum kili, 01. október 2011


Búið að taka mót af hluta afturstefnisins, 01. október 2011


Unglingarnir þrír saman, Jón Lárus Bergsveinsson, Sumarliði og Rögnvaldur Már Helgason, 01. október 2011


Gull og gersemar, 01. október 2011

30. október 2011
Loksins gaf ég mér tíma til að kíkja á Sumarliða.  Litlar breytingar sem ég sá frá síðustu heimsókn.  Þá var komið mót fyrir afturstefnið og Jón Ragnar í óða önn að smíða afturstefnið.  Það er talsverð vinna að búa afturstefnið til sýnist mér.  Sonur Jóns var með honum á staðnum og sá litli sagðir ætla að verða eins og pabbi.


Eftirlíking af afturstefninu á sínum stað.  Bátastöðin 30. október 2011


Jón sýnir mér afturstefnið sem er í smíðum.  Bátastöðin 30. október 2011


"Ég ætla að vera alveg eins og pabbi".  Bátastöðin 30. október 2011Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 21
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 1013
Gestir í gær: 44
Samtals flettingar: 3153079
Samtals gestir: 236990
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 01:38:22