Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

03.09.2011 15:07

Hallsteinsnessbáturinn

Þessi fallegi bátur er á Bátasafni Breiðafjarðar á Reykhólum.  Þar má lesa eftirfarandi um bátinn:

Hallsteinsnessbáturinn, sem svo er kallaður, er lítið tveggja manna far með breiðfirsku lagi.  Hann var smíðaður 1934 á Hallsteinsnesi við Þorskafjörð af Þorbergi Ólafssyni, síðar framkvæmdastjóra Bátalóns í Hafnarfirði.

Báturinn var hafður til almennra heimilisþarfa á Hallsteinsnesi - við selveiðar, eggjatekju, dúntekju og björgun kinda af flæðiskerjum.  Hins vegar var hann ekki notaður til fiskveiða þar sem fiskur gekk ekki svo langt inn Breiðafjörð.  Líka var báturinn notaður til flutninga af ýmsu tagi, bæði á fólki og varningi og var á tímabili helsta samgöngutæki við Þorskafjörð og Djúpafjörð. Tíðast var hann notaður til að fara út í flóabátinn Konráð.

Um 1960 var Hallsteinsnessbáturinn fluttur til Hafnarfjarðar og notaður við hrognkelsaveiðar um skeið.  Þá var sett í hann vél sem síðar  var tekin úr honum aftur og ber báturinn þess nokkur merki.  Hann var alla tíð í eigu sömu fjölskyldunnar uns hann var gefinn Sjóminjasafni Íslands árið 1986.  Ólafur Ólafsson, bróðir Þorbergs og fyrrum bóndi á Hallsteinsnesi, réri á bátnum frá Hafnarfirði.

Þess má geta, að efniviðurinn í bönd, stafnlok og kollharða var tré sem rak á land á Grenitrésnesi, suðaustur frá bænum á Hallsteinsnesi, þar sem Ása-Þór sendi Hallsteini landnámsmanni tré til öndvegissúlna eins og Landnámsbók segir frá.

Núverandi eigandi bátsins er Þjóðminjasafn Íslands en báturinn er í láni á Bátasafni Breiðafjarðar.


Einar Steinþórsson skoðar Hallsteinsnessbátinn, 31. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 262
Gestir í gær: 43
Samtals flettingar: 3153507
Samtals gestir: 237049
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 07:02:39