Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

03.09.2011 14:37

Dísa

Upp við vegg á Bátasafni Breiðafjarðar stendur hvítur bátur upp á endann.  Þetta er jullan Dísa.  Á bátasafninu má lesa eftirfarandi um Dísu.

Jullan Dísa var smíðuð í Hvallátum af bátasmiðnum og síðar bryggjusmiðnum kunna Aðalsteini Aðalsteinssyni, að líkindum á árabilinu 1950-56.  Hún var smíðuð fyrir Sigurgeir Tómasson á Reykhólum og ber nafn eiginkonu hans.

Dísa var alla tíð notuð sem skjöktbátur á Reykhólum.  Nú er hún í eigu afkomenda Sigurgeirs en hefur ekki verið notuð síðustu árin.

Á Hlunnindasýningunni á Reykhólum má sjá Dísu á gamalli ljósmynd, líklega frá miðbiki sjöunda áratugar liðinnar aldar.  Þar eru hálfbræðurnir Sigurgeir Tómasson og Þorsteinn Þórarinsson á leið í land úr selveiðiferð á vélbát með Dísu í togi en um borð í henni er pilturinn Hugo Rasmus.


Jullan Dísa, 31. júlí 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 454
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311859
Samtals gestir: 29928
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:41:36