Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.06.2011 19:34

Bátadagar á Breiðafirði

Bátadagar á Breiðafirði 2-3 júlí 2011

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB), sem undanfarin 3 ár hefur gengist fyrir siglingu súðbyrtra trébáta um Breiðafjörð, gengst nú fyrir slíkri bátahátíð dagana 2-3 júlí n.k..  FÁBB hefur súðbyrðinginn í öndvegi og vinnur að verndun hans og kynningu.  Einnig stendur félagið að sýningunni "Bátavernd og hlunnindanytjar", sem opnuð var á Reykhólum 1. júní s.l. í samvinnu við Reykhólahrepp og Æðarvé, félag æðarbænda í Austur-Barðastrandasýslu og Dalasýslu.

Að þessu sinni verður fyrirkomulag bátadaga þannig að siglt verður á laugardeginum 2. júlí bæði frá Reykhólum og frá Stykkishólmi í Rauðseyjar og Rúfeyjar.  Á sunnudeginum 3. júlí er ráðgert að sigla í Akureyjar og einnig verður sýningin á Reykhólum opin fyrir þátttakendur.   Áætlað er að siglt verði frá Stykkishólmi kl.09:00 en frá Reykhólum kl.10:00 og er tímasetning á brottför báta háð veðurspá þessa daga.

Siglingin verður undir stjórn manna sem þekkja vel til aðstæðna við Breiðafjörð og eyjarnar verða skoðaðar í fygld manna sem þekkja þær vel og lýsa staðháttum og sögu þeirra.

Trébátaeigendur!!! komum saman og siglum í nafni bátaverndar og vekjum athygli á okkar málstað .  Hvetjum alla til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar í fallegu umhverfi. Þess ber að geta að tjaldaðstaða á Reykhólum er mjög góð og miklar endurbætur hafa verið gerðar tjaldsvæði við Gistiheimilið Álftaland þar sem gestir hafa aðgang að eldhúsi og hreinlætisaðstöðu ásamt því að geta skellt sér í nýju heitu pottana. Verslunin Hólakaup stendur að sjálfsögðu fyrir sínu, hún blómstrar í höndum nýrra eigenda hvað varðar vöruúrval og þjónustu.

Á meðfylgjandi yfirlitsmynd má sjá fyrirhugaðar siglingar.


Rauður: Laugardagurinn 2. júlí frá Stykkishólmi og Reykhólum í Rúfeyjar og Rauðseyjar.
Grænn:  Sunnudagurinn 3. júlí frá Reykhólum í Akureyjar.

Allir súðbyrðingar eru velkomnir og við viljum hvetja sem flesta til að nýta sér þetta tækifæri til siglingar um þetta fallega umhverfi.

Mjög góð aðstaða fyrir minni báta er bæði á Reykhólum og í Stykkishólmi.

Nánari upplýsingar veita:
Hafliði Aðalsteinsson, haflidia@centrum.is  s: 898 3839
Hjalti Hafþórsson, artser@simnet.is  s: 861 3629
Sigurður Bergsveinsson, sberg@isholf.is  s: 893 9787


Hér má svo sjá hluta þeirra báta sem voru á Bátadögum 2010.  Smellið á myndina og þá sjáiði myndir af öllum bátunum sem voru þarna á ferð.


Hluti báta á bátadögum 2010 við Flatey á Breiðafirði.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 311
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434271
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 19:56:13