Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.06.2011 21:39

The Shadows

Þann 5. maí 2005 fórum við hjónin á tónleika sem haldnir voru í Kaplakrika.  Það var hljómsveitin The Shadows sem þar tróð upp.  Húsið var fullt og ekki gat ég heyrt betur en allir skemmtu sér hið besta.  Reyndar var ég ekkert að velta því fyrir mér hvort aðrir skemmtu sér heldur hafði ég svo gaman á þessum tónleikum við að hlusta og mynda að ég gaf mér litinn tíma að fylgjast með öðrum.  Ég var að rifja þessa tónleika upp því það var gefin út diskur með tónlist og dvd af þessari lokaferð þeirra sem tekin var upp í Cardiff.  Við að skoða þessa tónleika þá gat þetta alveg eins verið tekið upp hér í Hafnarfirðinum því sjóvið var það sama.  Ég setti inn nokkrar myndir af þeim félögum, Hank Marvin, Bruce Welch og Brian Bennett en þeir skipa Shadows.  Með þeim á myndunum er svo Mark Griffith sem spilar á bassa.  Setti inn nokkrar myndir frá þessum tónleikum vonandi ykkur til smá ánægju.  Þá má geta þess að í kvöld eru tónleikar með Eagles og þar sem hún er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum langaði mig að vera þar.  Fannst miðarnir reyndar "aðeins" of dýrir og því fer ég ekki.  Þessir tónleikar með Shadows get ég upplyfað aftur og aftur með að skoða dvd af The Shadows The Final Tour.  Mæli eindregið með þeim diski.


The Shadows á fullu í Kaplakrika, 05. maí 2005


The Shadows

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 311
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434271
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 19:56:13