Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

13.09.2009 13:48

Helgafell

Bekkurinn hennar Elínar Hönnu, 6.SB fór í gönguferð og nokkrir foreldrar fóru með þann 12. september 2009.  Takmarkið var að ganga á Helgafell.  Ég tók þá ákvörðun að fara með og var staðráðin í að ná toppnum.  Fyrir mig var gangan nokkuð erfið.  Á toppinn komumst við og var ég ekkert smá ánægður með mig.  Nokkrar myndir eru af þessari ferð en ég gaf mér lítinn tíma til að mynda því ég var svo móður að ég gat varla haldið á vélinni.  Þegar við komum svo aftur niður þá biðu Elfa Dögg og Jóhanna með veitingar fyrir þreytta göngugarpa.  Þessi ferð var skemmtileg og þakka ég fyrir mig.


Elín Hanna sækir sér vatn í Kaldána og sjá má toppinn á Helgafelli lengst til vinstri á myndinni.


Elín Hanna gengur síðustu metrana upp á toppinn.


Við feðginin á toppnum, þreytt en ánægð. Já, ég veit um greiðsluna.


Þegar niður var komið biðu Elfa Dögg og Jóhanna með veitingar.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434323
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 20:59:27