Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.02.2009 16:59

Kemur á óvart :-)

Hér er ein af þessum myndum sem ég tók frá Álftanesinu þegar ég var þar.  Fannst litirnir koma flott úr, Perlan í skugga og því dökk en fjöllin bleik.  Set hér inn þrjár myndir frá því laugardag fyrir rúmri viku síðan 31.01.2009.  Held áfram að hrella ykkur með myndir af Bessastöðum, líklega kominn tími til að setja möppu bara með myndum af Bessastöðum og aðra bara með Keili, sjá hvernig úrvalið er.  Hugsa þetta aðeins...................búinn að hugsa þetta.  Vinn að því að setja bara inn myndir af Bessastöðum svona rétt til að sjá hvernig þetta lítur út, eru þær allar eins eða er eitthvað úrval og breytileiki þó um sama staðinn sé að ræða.  Er þetta eins og til var sáð, þ.e. að eiga mydnir af Bessastöðum frá nánast öllum sjónarhörnum og í öllum veðrum.  Vinn að þessu.  Kem til með að gera ýmsar aðrar breytingar á myndaalbúmunum og auðvitað fáiði að fylgjast með. 


Myndin tekin 31.01.2009


Kuldalegir Bessastaðir.  31.01.2009


Sólsetur.  31.01.2009.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 336
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434296
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 20:27:20