Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

10.07.2007 23:20

Vorið með Einari Stein

22. maí 2005 voru haldnir tónleikar í Stykkishólmskirkju.  Kirkjukór Stykkishólmskirkju hélt þessa tónleika sem voru kallaðir "Vorið með Einari Stein".  Á efnisskránni voru einungis sungnir textar eftir Einar Steinþórsson tengdaföður minn.  Þó ég sé ekki mikill kóramaður þá voru þessir tónleikar mjög skemmtilegir.  Þá má  geta þess að karl tengdafaðir minn er skratti góður að semja texta, sem sagt góður hagyrðingur.  Ég var með myndavélina á lofti þarna og nú langar mig að bjóða ykkur að sjá hvernig þetta fór allt fram.  Þarna söng kirkjukórinn allur, kvennakór, karlakór, einsöngvarar og undirleikarar og stór hluti þeirra sem fram komu eru frændfólk tengdafjölskyldu minnar.
Eftir tónleikana fór stórfjölskyldan á Narfeyrarstofu og borðuðu saman.  Í þessari myndamöppu eru nokkra myndir sem dóttir mín, Elín Hanna, tók þá 7 ára gömul.  Þá eru tvær myndir eftir mág minn, Steinþór Einarsson. 

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 336
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434296
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 20:27:20