Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2011 Apríl

05.04.2011 00:47

Páskaeggjaleikur Freyju

Nú hefur staðið yfir páskaeggjaleikur Freyju.  Þeir földu gullegg nr. 40 og við Elín Hanna ákváðum að freista gæfunnar s.l. sunnudag, 3. apríl.  Vísbending hafði komið um að eggið sem við leituðum að væri í Heiðmörk og fyrir utan skóginn.  Þar sem Heiðmörkin er frekar "lítið" landsvæði þá skruppum við þangað.  Það var nokkuð margt um manninn víða um Heiðmörkina.  Sumir óðu um allt í leit að egginu en aðrir tóku því með ró og óku bara um svæðið, enn aðrir notuðu tækifærið og gengu um og voru varla að leita heldur bara að hreyfa sig. 


Elín Hanna gengur í Heiðmörk.

Við tókum okkur göngutúra, völdum svæðin að kostgæfni með hliðsjón að vísbendingunum.  Eftir því sem leið á daginn þá fannst okkur með ólíkindum að eggið væri ekki fundið svo við ákváðum að keyra í gegnum alla Heiðmörkina.  Ég stoppaði svo við Rauðhóla.


Rauðhólar.  03. apríl 2011

Eins og þið getið séð þá var veðrið hreint út sagt frábært.  Ég smellti af nokkrum myndum og við  Elín Hanna réðum ráðum okkar.  Við ákváðum að fara aftur til baka.


Elín Hanna gengur rétt hjá Maríuhellum.

Þegar við vorum að nálgast Maríuhella þá veittum við því athygli hvað það voru margir bílar á þessu svæði og fólk út um allt.  Talsvert var af fólki og bílum þarna við Maríuhelli.  Við vildum meina að þessi fjöldi af fólki, á þessu litla svæði í kringum Maríuhelli, að það hafi komið önnur vísbending um að þetta væri á þessu svæði.  Við röltum því um svæðið og leitðum líka.  Við höfðum rétt fyrir okkur með vísbendingu því við sáum það síðar.  Leitin hélt áfram.


Hluti af bílum og fólki sem voru á svæðinu.

Þegar ég var að taka þessa mynd og við þá orðin nokkuð þreytt og uppgefin á labbinu og vorum að yfirgefa svæðið ákvað ég að smella nokkrum myndum af öllum bílunum.  Ég smellti þessari mynd af og næsta mynd sýnir stráka koma með páskaeggjakassann.  Við vorum því á réttum stað en heppnin var ekki okkar megin.


Strákarnir koma með páskaeggjakassann.

Þarna var stór hópur af fólki sem tók á móti strákunum. Þeir heppnir að finna kassann.  Þar með var allri leit lokið af okkar hálfu enda eggið fundið.  Við fórum þá bara og skoluðum af bílnum í staðinn.


Elín Hanna skolar af bílnum.

Langar að láta það koma skýrt fram að hér er ekki um barnaþrælkun að ræða, Elín Hanna óskaði eftir að fá að skola af bílnum.  Það var slatti af helgidögum sem þurfti að laga.

04.04.2011 17:03

Hafnarfjarðarhöfn 3. apríl 2011

Þegar ég kíkti niður að Hafnarfjarðarhöfn þá hitti þannig á að björgunarskipið Einar Sigurjónsson var að koma með 7472 á hliðinni til hafnar.  Greinilegt var að það var gaman hjá þeim því heyra mátti hlátrasköllin og einnig að þeir veltu fyrir hvort það væru einhverjir áhorfendur og myndavélar á bryggjunni.  Þegar þeir komu síðan aðeins nær mátti heyra, "Jú, þeir eru þarna." og svo var hlegið hátt og mikið.  Þá fljótlega á eftir komu fleiri inn í höfnina.


Einar Sigurjónsson kom með 7472 á hliðinni til hafnar, 03. apríl 2011


7253 Ólöf Eva KÓ 58


7661 Álfur SH 214 rennir inn í Hafnarfjarðarhöfn, 03. apríl 2011

01.04.2011 00:37

Geir

Við Reykjavíkurhöfn í gær, 31. mars 2011, var þessi við bryggju.  Ekki kann ég nein deili á þessum en finnst nafnið nokkuð íslenskt, Geir.  Að vísu sé ég að hann flaggar norsku flaggi svo ég segi bara, heja Norge. Hvaða dallur er þetta nú strákar?  Er þetta bara norskur dallur og ekkert meira um það að segja?

Það má finna svarið við þessari spurningu minni á síðu Þorgeirs Baldurssonar, smellið á slóðina og sjáið myndir o.fl.  http://thorgeirbald.123.is/blog/record/514461/ 


M-123-H Geir,  Reykjavíkurhöfn 31. mars 2011

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 799
Gestir í gær: 142
Samtals flettingar: 316398
Samtals gestir: 30683
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 10:51:32