Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2011 Apríl

12.04.2011 21:39

Björg

Tók myndir af Björgu á Flateyjardögum, siglingunni.  Hafliði Aðalsteinsson veit eitthvað um þennan.

Í bókinni Íslensk skip, bátar, 1. bindi bls. 55 er sagt frá Björgu sem þá hét Harpa BA.

Smíðaður sennilega í Bjarneyjum fyrir 1900.  Fura.  Um 3 brl.  Vélarlaus fyrst.
Eigandi Magnús Magnússon, vert í Flatey.  Bátnum var breytt í vélbát 1935 þegar Valdimar Ólafsson, Hvallátrum, eignaðist hann og setti í bátin 7 ha. Skandia vél.  Hann nefndi bátinn Björgu.  Valdimar  seldi bátinn 1941 Jóni Daníelssyni, Hvallátrum.  1948 var sett í bátinn 10 ha. Skandia vél.  1960 var sett í hann 10 ha. Kelvin vél.  1981 var báturinn seldur Jóni V. Aðalsteinssyni, Hvallátrum.  1987 var sett í bátinn 18 ha. Sabb vél.  Frá 1992 er skráður eigandi bátsins Hvallátur hf., Hvallátrum, og þar er báturinn 1996.

Held það hafi verið árið 2009-2010 sem unnið var að lagfæringum á Björgu.  Nánar um það síðar....



Björg, Flatey 3. júlí 2010

11.04.2011 21:57

Helgi Nikk HF

Eyjólfur Einarsson skipasmíðameistari á Helga Nikk.  Þetta er síðasti báturinn sem hann smíðaði og var það árið 1998-1999.  Eyjóflur er með 9 ha. Sabb vél í bátnum.

Eyjólfur kvaðst skjótast á bátnum til að ná sér í soðið annað slagið.


Helgi Nikk, Hafnarfjörður 08. apríl 2011

10.04.2011 22:13

Fáni

6773 Fáni SH 42 var smíðaður á Bíldudal 1928.  Eik og fura.  4,47 brl. 18 ha. Sabb vél.
Eigandi Ísleifur Jónsson, Stykkishólmi, frá 23. maí 1986, þegar báturinn var fyrst skráður.  Ekki er getið um eigendur fyrir þann tíma.  Báturinn tekinn af skrá 5. júní 1992. 

Upplýsingar: Íslensk skip, bátar, eftir Jón Björnsson.  Bók nr. 3 bls. 142.

Á mynd í bókinni er Fáni SH frambyggður bátur.  Í dag er báturinn í skúrnum hjá Jóni Ragnari Daðasyni.  Ekkert hefur verið unnið við bátinn frá því ég sá hann fyrst. 



Fáni, 3. mars 2011

10.04.2011 20:01

Knörr SH 106

Báturinn er smíðaður í Stykkishólmi 1971 úr eik og furu.  2,18 brl. 34 ha. Deutz vél.  Var skráður sem Knörr SH 109 með skipaskrárnúmer 5043.
Eigandi er Gestur Már Gunnarsson Stykkishólmi frá 28. desember 1973.  21. desember 1975 var báturinn skráður Knörr SH 106.  Tekinn af skrá 14. desember 1995.

Gestur Már sagði mér að báturinn væri SH 106 en 6-an hafi dottið af.


Knörr SH 106.  Stykkishólmur 27.12.2011

09.04.2011 22:54

Hafnarfjörður 09. apríl 2011

Þessir voru á ferðinni í dag eða nýkomnir.  Festi þá á kubbinn mér til ánægju og vonandi einhverju öðrum líka.


7355 Valdi í Rúfeyjum, Hafnarfjarðarhöfn 09. apríl 2011


2068 Fullfari HF 290, Hafnarfjarðarhöfn 09. apríl 2011


2417 Kristján SH 176 var settur á flot í dag, Hafnarfjarðarhöfn 09. apríl 2011

09.04.2011 22:14

Trilla frá Húsavík

Þessi er tekin fyrir fjölda ára á Húsavík.  Veit ekki um eiganda. 

Meira síðar.................... 


Trilla frá Húsavík

09.04.2011 22:12

6176 Kópur HF-0

6176 Kópur SU 460 var smíðaður á Eskifirði 1978 af Geir Hólm, honum til aðstoðar var Hreggviður Guðgeirsson.  Í upphafi þá höfðu þeir fyrirmynd sem var norskur dráttarbátur.  Þeir eignuðust einn slíkan og þar sem þeir höfðu aldrei smíðað bát áður þá rifu þeir þennan dráttarbát í smátt og notuð sem fyrirmynd af smíði Kóps.  Gaflinn að aftan var það eina sem þeir notuðu úr dráttarbátnum en gaflinn var úr mahogni og þeir vildu ekki henda gaflinum.  Jafnframt þá lengdu þeir bátinn um 60-70 sentimetra og breikkuðu hann um 20 sm. 
Geir kvaðst svo hafa selt Kóp til Norfjarðar, líklega um 1995, en báturinn ekki stoppað þar nema í eitt ár.  Eigandi þar var Kristján Vilmundarson. 
Frá Norfirði fer báturinn svo í Borgarnes þar sem hann var uppi á landi.

Á bls. 50 í 4ða bnd. "Íslensk skip - bátar" e. Jón Björnsson. Þar er báturinn sagður byggður á Fáskrúðsfirði 1978 en síðast er hans getið 1997 sem "Kópur MB", þá í Borgarnesi.
 
Ég held að ég fari líka með það rétt að Jón Helgi Jónsson, Jón í Hamri hafi átt þennan bát þar til fyrir örfáum árum, áður en hann skipti yfir í plastið og keypti fyrst Auða litla en síðar Skel 80, Díu HF 14 (7211)

Ég hafði samband við Jón Helga vegna þessara upplýsinga.  Jón Helgi sagði upplýsingarnar réttar, að þessi bátur hafi verið keyptur frá austfjörðum í Borgarnes.  Þar lá hann lengi og var orðin frekar lélegur.  Jón Helgi gerði bátinn upp líklega um 2003-2004, en hann sagði það hafa verið 7-8 ár síðan.  Setti í bátinn Leiland vél, notaða sem hann fékk frá Patreksfirði.  Hann kvaðst hafa átt bátinn í tvö ár (held að ég hafi náð því rétt).  Báturinn hét Kópur þegar hann fékk hann og kvaðst Jón Helgi hafa haldið nafninu Kópur.

Jón Helgi kvaðst ekki vita hver væri eigandi bátsins í dag né hvert nafn hans væri.

Heimildir:
Munnlegar upplýsingar Geirs Hólm, smiðs og fyrsta eiganda Kóps.
Upplýsingar frá Gunnari TH. (Tedda) en hann kom mér á sporið.
Munnlegar upplýsingar Jóns Helga Jóssonar fyrrum eiganda Kóps.


6176 Kópur, Hafnarfjörður 08. apríl 2011

09.04.2011 22:05

Orion

Orion er í Kópavogshöfn.  Skoða þetta betur.


Orion

09.04.2011 22:03

Máni frá Patreksfirði

Máni frá Patreksfirði.  Eigandi er Pétur Guðmundsson bæjarverkstjóri á Patró.  Búinn að heyra í honum.

Meira síðar................


Máni frá Patreksfirði

09.04.2011 22:01

Litlanesbáturinn

Litlanesbáturinn fékk aldrei formelgt nafn, en var og er alltaf bara kallaður Litlanesbáturinn.  Það var Valdimar Ólafsson (1906-1939) skipasmiður í Hvallátrum sem smíðaði bátinn, líklega um 1937-1939 fyrir Júlíus Sigurðsson (1876-1961).

Hilmir Bjarnason, sonur Bjarnar Sigurjónssonar, er að gera Litlanesbátinn upp á Akranesi. 

Meira síðar................


Litlanesbáturinn

09.04.2011 21:53

Jón á ellefu

Báturinn "Jón á ellefu" var hannaður og smíðaður af Jóni Erni Jónassyni árið 1953 úr þunnum og léttur lerkiviði og var sérhannaður til vatnarannsókna.  Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur notaði bátinn í áratugi við rannsóknir á lífríki Þingvallavatns.
Pétur, sem er bróðir Jón Arnar, sagði að báturinn hafi verið svo léttur að tveir menn gátu borið hann á milli sín.  Báturinn er 5,5 m. að lengd og 1,82 m. að breidd.

Að lokinni smíði var báturinn fluttur til Danmerkur, þar sem hann var notaður við rannsóknir í 20 ár.  Að þeim tíma loknum var hann fluttur aftur til Íslands árið 1973.  Við þá flutninga laskaðist báturinn töluvert.  Þar sem viðunandi lerkiviður fékkst ekki var annar efniviður notaður til viðgerðanna.  Þær viðgerðir sem nú munu frama fram á bátnum miða að því að koma honum í upprunalegt ástand.

Pétur segir að nafn bátsins "Jón á ellefu" hafi jafnframt verið viðurnefni bátasmiðsins Jón Arnar Jónssonar sem kenndur var við Framnesveg 11.

Það óvenjulega við lag bátsins er hversu flatbotna hann er og segir Pétur að hann hafi komið að sérstaklega góðum notum sem rannsóknarbátur, því í honum rúmaðist mikið af tækjum.
Pétur segir að lag bátsins hafi hentað sérstaklega vel til þess að taka sýni og mælitæki um borð.  

Heimildir af vef Landsvirkjunar: http://www.landsvirkjun.is/frettir/frettasafn/nr/374

Jón á ellefu er nú í skúrnum hjá Jóni Ragnari Daðasyni og bíður þess að röðin komi að honum. 

Jón á ellefu.

19. janúar 2013
Það er Agnar Jónsson sem hefur verið að gera við Jón á Ellefu.  Agnar hefur lagfært talsvert af bátnum eins og sjá má á þessum myndum.


Lagfæringar ganga vel.  19. janúar 2013


Séð inní bátinn.  19. janúar 2013









08.04.2011 23:11

Forni

Samkvæmt Jóni Ragnari Daðasyni þá er eigandi þessa báts ungur að árum.  Hann byrjaði að brenna utan af honum og skrapa. 

Ekkert hefur verið unnið við bátinn síðan ég fór að venja komur mínar á þennan stað.

Fann ljósmynd þar sem JRD kallar þennan bát Forna.

Meira síðar...................


Forni, Reykjavík 03. mars 2011

08.04.2011 22:19

Baldur

Baldur var smíðaður í Hvallátrum árið 1936 af  Valdimari Ólafssyni fyrir Þórð Benjamínsson í Hergilsey, síðar Flatey.  Upphaflega var sett í bátinn 2 cyl. Albin vél en í dag er í honum 1 cyl Sabb.
Árið 1947 var sett í bátinn 14. ha. Albin vél.  Þórður seldi bátinn 1971 Daníel Jónssyni, Dröngum Skógarströnd.  1973 var sett í bátinn 10. ha. Sabb vél.

Varðandi byggingarárið þá hef ég bæði séð 1936 og 1938, Hafliði getur vonandi leyst úr þessu.

Hafliði kom með Baldur með sér frá Reykhólum um mánaðarmótin febrúar/mars til að geta notað lausan tíma til að halda viðgerðum áfram.

Núverandi eigandi Baldurs er Bátasafn Breiðafjarðar.

Upplýsingar:
Hafliði Aðalsteinsson, munnlegar upplýsingar.
Íslensk skip, bátar eftir Jón Björnsson.


Baldur, Kópavogur 05. mars 2011

08.04.2011 18:42

Helgi Nikk og ?

Þessir tveir urðu á vegi mínum í dag.  Hef oft séð þá en núna var yfirbreiðslan af Helga Nikk farin svo ég ákvað að mynda.  Á eftir að taka fleiri myndir af honum.  Sá rauði var þarna líka en ég veit ekkert um hann, veit þó nafnið á hinum.  Einhver?


Helgi Nikk HF, Hafnarfjörður 08.04.2011


? Rauður frambyggður, Hafnarfjörður 08.04.2011

06.04.2011 10:59

Prammi

Þann 31. mars s.l. sá ég þennan pramma utan við skúrinn hjá Ólafi Gíslasyni.  Var ekki búinn að benda ykkur á að þessar myndir væru komnar inn.  Set þetta hér því það virðist einna mest vera að gerast í kringum Ólaf þessa dagana, nýr bátur á hverjum degi ef svo má segja.
Sagan kemur síðar.

Alla vegna þá finnst mér þessi nokkuð sérstakur í laginu, öðruvísi.


Prammi ?


Prammi ?

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 72
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 323927
Samtals gestir: 30968
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 09:19:58