Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2011 Febrúar

14.02.2011 22:13

List?

Hvað er list?  Um það eru skiptar skoðanir og það sem ég túlka sem list getur annar túlkað eins og hvert annað rusl.  Þegar ég var að eltast við duggu dugg og fiðurfénað við Hafnarfjarðarhöfn sá ég líka þetta flotta "listaverk".  Þetta verk er ekki hægt að selja því það breytist ótrúlega hratt.
Fannst eitthvað svo einfalt við þetta, einfaldleikinn er flottur.  Djö.... hvað ég er orðinn háfleygur.  Ég á það sem sagt til að taka myndir af engu en þó einhverju.  Eigum við ekki að segja listrænar myndir svo ég sé nú faglegur.  Hvað sem öðru líður þá finnst mér eitthvað við þessa mynd og því langaði mig að leyfa ykkur að njóta með mér.   


Hafnarfjörður 13. febrúar 2011

14.02.2011 00:17

Þeir koma og fara!

Ég ákvað að skreppa á hafnarsvæðið eins og svo oft áður.  Veðrið var nú kanski ekki það besta en mikil snjókoma var en gekk á með uppstyttum ef svo má að orði komast.  Eitthvað var um báta á ferðinni og náði ég þeim á mynd.  Þór HF var að fara, Taurus kom inn rétt til að fara út aftur, nokkrir mynni bátar voru að koma inn til löndunar.  Myndir í albúmi fyrir þá sem hafa áhuga.


Þór HF 4  á leið út.  Hafnarfjörður 13. febrúar 2011


Taurus kemur út úr snjókomunni.  Hafnafjörður 13. febrúar 2011


Gísli Súrsson GK kemur til Hafnafjarðar 13. febrúar 2011

12.02.2011 13:10

Fornmynjar eða hvað!

Ég hef verið svo heppinn að fá að njóta þess núna síðustu árin að einn vinnufélagi minn hefur dregið mig með sér að skoða áhugaverða staði hér á höfuðborgarsvæðinu.  Þetta eru staðir sem sumir myndi kalla fornmynjar meðan aðrir, oft á tíðum ráðamenn, myndu líklega kalla þetta drasl eða eitthvað í þá veruna sem væri fyrir framförum.  Þessir staðir eru hér rétt við hendina og finnst mér það forréttindi að hafa fengið að sjá þá.  Nú er bara spurningin hversu lengi fá menn að njóta þessa.  Þetta er hluti af sögu okkar og menningu.  Ég er ekki sá fyrsti sem skrifa um þetta enda ætla ég ekki að skrifa mikið heldur vísa í þá sem hafa skrifað.  Við skulum sjá tvo af þessum stöðum!


Kjarvalsklettur.  Ljósmynd Rikki R,  28. janúar 2010

Hér er ljósmynd sem tekin er og lýtur nánast eins út og eitt af málverkum Kjarvals.  Eitt af því sem sjá má á þessum stað er m.a. sá staður þar sem Kjarval hreinsaði penslana sína en það gerði hann alltaf á sama staðnum.  Þessi staður er merkilegur að mínu viti en eins og fyrr segir þá er þessi staður kanski bara fyrir framförum og stækkun byggðar.  Íslenskir ráðamenn telja Jóhannes Kjarval merkismann. Það er greinilegt því andlit hans var sett á 2000 króna seðilinn honum til heiðurs.  Það er samt greinilega ekki er talin ástæða til að verja Kjarvalsklett, má greinilega riðja því um koll.  Glöggir munu sjá að í vinstra horninu uppi er íbúðarhús og það er ekki nema í um 400 metra fjarlægð frá þessum stað og leggja á veg þarna og spurning hvort hann fer ekki yfir þetta svæði. Meira um þetta má lesa hér, http://www.ferlir.is/?id=8179 á síðu Ferlis og hér http://www.hraunavinir.net/2009/06/kjarvalsreitur/#more-146 á síðu Hraunavina.
Til gamans má benda á slóð þar sem hægt er að sjá allt um skipulag nýs Álftanesvegar, sjá hér http://www.mannvit.is/Mataumhverfisahrifum/Matsskyrslur/Sjananar/23 þarna eru loftmyndir og fleira.


Járnbraut á Íslandi.  Ljósmynd Rikki R, 13. janúar 2010

Nú lýg ég því sem í mig var logið.  Hér má sjá að búið er að hlaða upp í mikla hraungjótu og jafna úr.  Þarna átti að leggja járnbraut.  Ég ætla ekki að segja meira um það en set hér inn þrjár slóðir þar sem skrifað hefur verið um þetta, njótið vel. 
Meira um þetta hér http://www.hraunavinir.net/2010/11/vegurinn-sem-aldrei-var%c3%b0/ Hraunavinir
Meira hér: http://blogg.visir.is/tengill/2007/11/25/2511%C2%B407/ á síðu Gunnar TH.
Einnig hér : http://ferlir.is/?id=6658 á síðu Ferlis.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en vona að einhverjir hafi gaman af.

07.02.2011 21:20

Viðbætur

Nýjar myndir komnar inn varðandi endurbæturnar á Kára frá Skáleyjum. 


Kári.  Hafnarfjörður 7. febrúar 2011

Þá eru nýjar fréttir af Sílinu.  Það er nýr eigandi á Sílinu.  Báturinn heldur nafninu og verður staðsettur  á Miðfirði og heimahöfn Hvammstangi.  Nýr eigandi heitir Ingvar Jakobsson.  Hvort það var nýi eigandinn sem ég sá á ferðinni á Sílinu í gær veit ég ekki en hér má sjá Sílið á siglingu.


Sílið á siglingu í Hafnarfirði 6. febrúar 2011

07.02.2011 00:19

Æðarkóngurinn enn í Hafnarfirði

Rakst á æðarkónginn / drottninguna aftur í dag í Hafnarfjaðarhöfn.  Nú gekk mér betur að ná mynd af henni.  Á myndinni hér að neðan getiði séð helsta muninn á kollunum tveimur.  Æðarkollan er talsvert stærri en kóngurinn og þá er það höfuðlagið og goggurinn sem eru svona helstu einkenni.


Æðarkóngur kvk og æðarkolla.  Hafnarfjörður 6. febrúar 2011


Æðarkóngur kvk.  Hafnarfjörður 6. febrúar 2011

07.02.2011 00:04

Konráð BA 152

Sigurður Bergsveinsson sendi mér fjórar myndir af flóabátnum Konráð BA 152.  Þetta eru myndir sem faðir hans, Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason hafði tekið 1948 þegar unnið var að hafnargerði í Flatey.  Þakka ég kærlega fyrir mig.  Set hér inn þrjár myndir af þessum fjórum en allar myndirnar má sjá í myndaalbúmi.


Konráð BA 152 dregur fleka með möl í hafnargerð í Flatey 1948 -
ljósm. Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason


Konráð BA 152 dregur fleka með möl í hafnargerð í Flatey 1948 -
ljósm. Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason


Konráð BA 152 dregur fleka með möl í hafnargerð í Flatey 1948 -
ljósm. Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason

06.02.2011 13:31

Bátar á Akranesi

Leit við í höfninni á Akranesi og smellti nokkrum myndum. Að vísu verða menn að sætta sig við að bátarnir eru allir við bryggju en þeir eru þó á floti.  Fleiri myndir í albúmi skip og bátar 2011.


220 Víkingur AK 100.  Akranes 5. febrúar 2011


2630 Signý HU 13.  Akranes 5. febrúar 2011


7120 Óskar AK 130, Akranes 5. febrúar 2011

06.02.2011 13:15

Snjótittlingur

Það var gaman að fylgjast með snjótittlingunum í ætisleit.  Hópur af þeim var í melgresi og settust á stráin til að kroppa.  Sum stráin voru veikbyggð og svignuðu undan þunga fuglanna.  Þá var stokkið á það næsta og svo koll af kolli.  Þeir virtust ná sér í eitthvert æti í melgresinu, einhver fræ.  Fylgdist með þeim í smá tíma og festi á kubbinn.  Setti slatta af myndum inní albúm.


Betri melur þarna uppi.  Snjótittlingur/sólskríkja.  05. febrúar 2011


Nammi, namm.  Snjótittlingur/sólskríkja.  05. febrúar 2011


Snjótittlingur/Sólskríkja, myndir teknar á Akranesi. 05. febrúar 2011

05.02.2011 22:28

Litlanesbáturinn

5. febrúar 2011 var ég á ferð á Akranesi.   Fékk upplýsingar um að í skúr þar væri verið að gera upp bát.  Upphaflega var það nú samt ekki erindi mitt á Akranes en endaði sem aðalerindið samt sem áður.  Þegar ég kom í skúrinn var Hilmir Bjarnason að gera upp bát og Hafliði Aðalsteinsson var honum til hjálpar.  Hafliði hafði orð á því, með smá bros á vör, að menn væru bjartsýnir í dag að gera upp svona báta.  Þarna á gólfinu lá á hliðinni lítil trilla.  Þeir félagar sögðu bátinn ekki bera neitt nafn en væri kallaður Litlanesbáturinn en þar hafi hann verið. 

Litlanesbáturinn er smíðaður af Valdimar Ólafssyni í Hvallátrum 1938.  Valdimar lést áður en hann náði að klára bátinn en Árni Einarsson Flatey tók við og setti vél í bátinn.   Vélin var af gerðinni Göta 2,5-3,5 ha. árgerð 1926.
Seinna var sett í bátinn Alpin 0.11 vél.  Vélarnar hafa bara verið tvær í bátnum en sú þriðja verður sett í þegar endursmíðinni líkur og mun þar vera á ferð Alpin 0.1, eldri vél en var í bátnum síðast.

Verið er að vinna í bátnum núna árið 2011 en mér láðist að spurja um ætluð verklok.  Talsvert þarf að skipta um í bátnum og þegar ég var þarna var Hilmir að vinna við að smíða nýjan kjöl og stefni.  Hafliði var að sníða máta af afturstefninu.  Ég tók myndir og truflaði þá félaga eins mikið og ég mögulega gat með fáránlegum spurningum svo þeim varð frekar lítið úr verki meðan ég stoppaði.

Meira síðar.


Litlanesbáturinn, 05. febrúar 2011


Litlanesbáturinn 05. febrúar 2011


Hilmir og Hafliði athuga mótið af aturstefninu. 05. febrúar 2011

04.02.2011 20:58

Kári SH 78

5039 Kári SH78, var smíðaður í Stykkishólmi 1941 úr eik og furu. 3,43 brl. 7 ha. Skandia vél.  Eigandi Jónas Pálsson Stykkishólmi frá 1941.  Báturinn fyrst skráður 25. júní 1974.  Nokkru áður var sett í bátinn 25 ha. Volvo Penta vél.  18. september 1987 var skráður eigandi Dagbjört Níelsdóttir Stykkishólmi. 

Frá 15. september 1988 eru skráðir eigendur Sigurður Páll Jónsson og Bragi Jónsson Stykkishólmi.  1989 var sett í bátinn 45 ha. BMW vél, sama nafn og númer.  Báturinn skráður í Stykkishólmi 1997.

Heimildir:  Íslensk skip - bátar eftir Jón Björnsson.


Kári SH 78, Stykkishólmur 21. febrúar 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 2904191
Samtals gestir: 223080
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 22:05:45