Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2010 Júní

03.06.2010 21:08

Fjölskyldufréttir

Við feðginin förum stundum í hjólatúra og þá er höfnin í þægilegri fjarlægð.  Ég hef gömlu myndavélina yfirleitt meðferðis og stoppa annað slagði ef ég sé eitthvað markvert.  Til stór-frænku minnar á Húsavík langar mig að segja að það er baksvipur með ykkur frænkunum:-)  Nú styttist í skólaslitin hjá Elínu Hönnu og er þá sjötti bekkur á enda.  Við foreldrarnir eru mjög stolt af hvernig henni hefur gengið í prófunum.  Gamla settinu líður þokkalega fyrir utan að ég þurfti að láta klippa af mér hálfa tánögl af stórutá í dag og tek því rólega næstu daga, látum þetta gróa vel.  Nóg af þessu.  Hafið það öll sem best.  Magga mín vildi ekki setja myndina af þér hér með Elínar Hönnu mynd, vildi ekki gera þér það.  Fyrir ykkur hin þá er myndin í albúmi "Húsvíkingar fyrr og nú" :-)


Elín Hanna kíkir á höfnina í Hafnarfirði 30. maí 2010


Elín Hanna hjólar til baka.  30. maí 2010

02.06.2010 08:04

Ekki bara hvítt

Þegar kíkt er á hafnir landsins eru flestir smábátarnir úr palsti.  Flestir þessara plastbáta eru jafnframt hvítir.  Hér eru þó þrír sem ég sá í Sandgerði og fannst þeir tilbreyting frá þessu hvíta.  Óneitanlega fallegra að hafa lífið í lit.


Í Sandgerði

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 301
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 312
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 324156
Samtals gestir: 30993
Tölur uppfærðar: 16.4.2024 22:27:34