Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2010 Apríl

08.04.2010 22:16

Æðarfugl

Tók nokkrar myndir af æðarfuglum í Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010.  Setti nokkrar myndir inn í albúm.  Hér má sjá nokkrar.


Æðarkolla.  Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010


Æðarfugl. Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010


Æðarfuglinn þarf líka að borða..........


og renna niður............ Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010



08.04.2010 21:55

Í höfn

Ég skrapp þann 5. apríl 2010 og tók nokkrar myndir.  Var að leita eftir einhverju tækifæri á fugla en þeir voru ekki viljugir en þá snýr maður sér bara að þeim sem eru viljugir og eru ekkert að fara, þ.e. bátarnir.  Ef heppninn er með manni þá nær maður þeim þegar þeir koma inn til lendingar eða að taka flugið ef þið skiljið hvað ég er að meina.  Bætti inn nokkrum í albúm en hér eru fjórar svona til gamans.


7032 Svalan BA 27, verið að gera klárt.  Hafnarfjarðarhöfn 05. apríl 2010


1131 Bjarni Sæmundsson RE 30 og á bak við hann er 2350 Árni Friðriksson
Reykjavíkurhöfn 05. apríl 2010


Þrír dráttarbátar í Reykjavíkurhöfn, Leynir, Magni og einn frá Grundartanga.


2154 Mars RE 205.  Reykjavíkurhöfn 05. apríl 2010

04.04.2010 16:30

Álfar í Stykkishólmi, alveg satt

Ég bý í Hafnarfirði og þar er sagt að sé mikið af álfum.  Þetta er einnig sagt um Stykkishólm.  Ég var svo heppinn að sjá tvo álfa í Stykkishólmi núna.  Já, ég er ekki að ljúga þessu.  Ég var líka svo heppinn að ná myndum af þeim.  Hvað hélduði eiginlega að ég ætti við:-)


7661 Álfur SH 214.  Stykkishólmur 02. apríl 2010


7466 Álfur SH 414.  Stykkishólmur 02. apríl 2010

04.04.2010 16:25

Bjarnarhafnarfjall

Landslag í kringum Stykkishólm er að mínum mati mjög fallegt og ég fæ aldrei nóg af að taka myndir af því.  Hér er ein sem sýnir Bjarnarhafnarfjall, en fleiri myndir eru í albúmi, Stykkishólmur.


Bjarnarhafnarfjall.  Stykkishólmur 20. apríl 2010

04.04.2010 16:14

Bátar í Stykkishólmi

Var í Stykkishólmi og tók slatta af myndum.  Sá nokkuð sem ég hef aldrei séð áður.  Leiðinda sjór var og greinilegt að þeir á Ingibjörgu SH 177 þurftu á sjóinn, líklega til Ólafsvíkur.  Baldur fór síðan af stað í sína ferð til Flateyjar og Brjálslækjar og þá var Ingibjörgu siglt afturundir Baldur og í kjalsogi hans.  Ég sá þegar Ingibjörg var að sigla á eftir Baldri þá gékk sjór vel yfir bátinn.  Ég man aldrei eftir að hafa séð svona aðfarir áður og fannst þetta því nokkuð merkilegt.  Myndir af þessu í albúmi.  Hér má sjá þrjár myndir af Ingibjörgu á leið á sjóinn.

Leiðrétting:  Fékk ábendingu um að þessi Ingibjörg væri SH 177 samkvæmt nýrri skráningu en ekki 174 eins og stendur á henni.  Ingibjörg hafi verið seld nýlega, eigandi væri Útgerðarfélagði Djúpey ehf, en það er skráð í Flatey á Breiðafirði.  Það er komin ný Ingibjörg sem ber SH 174. 


2178 Ingibjörg SH 177 leggur úr höfn.  Stykkishólmur 01. apríl 2010


Ingibjörg fer á eftir Baldri.  Stykkishólmur 01. apríl 2010


Þar sem leiðinda veður var þá sigldu þeir í kjalsoginu á Baldri, þar var logn. 
Stykkishólmur 01. apríl 2010

01.04.2010 00:56

Átvagl í Reykjavíkurhöfn

Ég sá þennan skarf og fylgdist svolítið með honum.  Náði myndasirpu af honum.  Hér má sjá smá af því sem ég náði en öll serían er í albúmi, Dílaskarfur.


Dílaskarfurinn stakk sér.  Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010


Kom upp með karfa.  30. mars 2010


Svo þarf að renna honum niður, en hvernig?  30. mars 2010

01.04.2010 00:50

Reykjavíkurhöfn

Kíkti á Reykjavíkurhöfnina þann 30. mars og tók nokkrar myndir af togurunum sem þar voru.  Hér má sjá Kleifarbergið og Ottó Þorláksson.  Fleiri myndir í albúminu Skip og bátar 2010.


1360 Kleifarberg OF 2.  Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010


1578 Ottó Þorláksson RE 203.  Reykjavíkurhöfn 30. mars 2010

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 810
Gestir í gær: 163
Samtals flettingar: 326070
Samtals gestir: 31293
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 01:01:29