Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

Færslur: 2009 Ágúst

05.08.2009 22:28

Vestfirðir

Dagana 18.-22. júlí 2009 fór ég með fjölskyldunni minni og tengdaforeldrum mínum í smá ferðalag um Vestfirði.  Við fórum yfir Breiðafjörð með Baldri en það hef ég aldrei gert áður.  Baldur stoppar alltaf í Flatey á Breiðafirði og eftir að lagt var af stað þaðan þá var allt sem ég sá nýtt.  Landslagið á Vestfjörðum er frábært og þá var gaman að koma í alla bæina og skoða þá.  Setti inn nýtt albúm sem ég kalla Vestfirðir, sjón er sögu ríkari.


Bíllinn okkar kominn um borð í Baldur, 18. júlí 2009.


Baldur við bryggju á Brjánslæk, 18. júlí 2009.


Patreksfjörður í kvöldsól, 18. júlí 2009.


Á leið út á Látrabjarg, 19. júlí 2009.


Látrabjarg 19. júlí 2009.  Takið eftir fólkinu á brúninni.


Hattur Gísla á Uppsölum, að Hnjóti, 19. júlí 2009.


Rauðisandur, Snæfellsjökull í baksýn, 19. júlí 2009.

03.08.2009 16:48

Svartfuglar

Held áfram að dæla inn fuglamyndunum.  Nú eru það svartfuglarnir í Látrabjargi og Flatey á Breiðafirði.  Hér eru fjórar myndir af svartfuglum, þ.e. langvía, álka, teista og lundi.  Á eftir að setja inn myndir af stuttnefju.  Margar myndir til viðbótar af fuglum í fuglaalbúminu.  Er að vinna aðrar myndir svo þetta verða ekki bara fuglar fyrir ykkur sem hafið ekki áhuga á þeim.


Langvía í Látrabjargi, 19. júlí 2009


Álka í Látrabjargi, 19. júlí 2009


Teista í Flatey á Breiðafirði, 26. júlí 2009


Lundi í Flatey á Breiðafiði, 26. júlí 2009

02.08.2009 02:07

Kominn aftur. Kríumyndir.

Sæl öll.  Þá er ég kominn úr fríi.  Er að vinna myndir úr ferðinni og mun setja þær inn svona smátt og smátt.  Ég tók myndir af fuglum, bátum, landslagi og bara því sem mér datt í hug.  Fyrstu myndirnar mínar úr þessari ferð eru af kríum sem ég smellti af í Flatey á Breiðafirði.  Hér má sjá þrjár myndir en talsvert fleiri eru í fuglaalbúminu.


Kría, Flatey á Breiðafirði 25. júlí 2009


Kríuungi, Flatey á Breiðafirði 29. júlí 2009


Svona nú, fáðu þér smá bita!  Flatey á Breiðafirði 24. júlí 2009

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 627
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 312032
Samtals gestir: 29937
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 12:08:27