Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.07.2011 02:00

Búlki ex Þráinn

Þráinn var smíðaður 1947 af Gesti Gíslasyni frá Hreggstöðum á Barðaströnd fyrir Steinþór Einarsson.  Gestur var yfirsmiðurinn yfir þessu verki og Steinþór honum til aðstoðar.  Báturinn var smíðaður í skemmu sem stóð bak við Klausturhóla í Flatey á Breiðafirði.  
Þráinn var tvö og hálft tonn að stærð með 5 hestafla Sleipner vél.

Hafsteinn sagði mér að Gestur hafi smíðað þrjá báta og Þráinn hafi verið síðastur þeirra og langbest smíðaði báturinn.  Þetta væri hörku sjóskip.

Haustið 1953 keypti Einar Steinþórsson bátinn af föður sínum.  Einar flutti svo Þráinn með sér í Stykkishólm 1954 þegar hann flutti þangað úr Flatey.
Á tímabilinu 1956 seldi Einar Þráinn vitaverðinum í Höskuldsey á Breiðafirði, Kjartani Eyþórssyni.
Einar kaupir Þráinn aftur af Kjartani 1959 en þá var búið að skipta um vél og nú var 7 ha. Volvo Penta dísel vél í bátnum.
Einar selur svo Hafsteini bónda Guðmundssyni í Flatey á Breiðafirði bátinn 1966 og Hafsteinn skiptir um nafn og kallar bátinn Búlka.
Þráinn/Búlki er enn til, 64 ára  gamall og mikið endurnýjaður að sögn Hafsteins.

Þegar ég skoðaði bátinn sá ég að búið var að lagfæra mikið í bátnum.  Þó mátti sjá að efsta umfarið var gamalt, hluti af öðru umfari og þá sýndist mér einnig hluti af þriðja umfari væru gamalt.  Þá var búið að skipta út böndum, stefni og kjöl.

1974 var sett í bátinn 10 ha. Sabb vél og 1985 var sett í hann ný 10 ha. Sabb vél.

Í ágúst 2011 var sett ný vél í bátinn, Volvo vél.  Vélin sem sést á miðju myndinni hér að neðan. 


Einar Steinþórsson við Búlka ex Þráinn, 30. júní 2011 í Flatey á Breiðafirði


Búlki ex Þráinn, 25. júní 2011


Þráinn, komið í land úr skarfafari.  Um borð talið frá vinstri, Þorvarður Kristjánsson Bræðraminni, Halli Bergmann Bentshúsi, Ólafur Steinþórsson, Steinþór Einarsson, Sigurbergur Bogason og Stirkár Sveinbjörnsson.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 167
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 292
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 3154696
Samtals gestir: 237214
Tölur uppfærðar: 31.5.2020 16:53:43