Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

09.04.2011 21:53

Jón á ellefu

Báturinn "Jón á ellefu" var hannaður og smíðaður af Jóni Erni Jónassyni árið 1953 úr þunnum og léttur lerkiviði og var sérhannaður til vatnarannsókna.  Pétur M. Jónasson vatnalíffræðingur notaði bátinn í áratugi við rannsóknir á lífríki Þingvallavatns.
Pétur, sem er bróðir Jón Arnar, sagði að báturinn hafi verið svo léttur að tveir menn gátu borið hann á milli sín.  Báturinn er 5,5 m. að lengd og 1,82 m. að breidd.

Að lokinni smíði var báturinn fluttur til Danmerkur, þar sem hann var notaður við rannsóknir í 20 ár.  Að þeim tíma loknum var hann fluttur aftur til Íslands árið 1973.  Við þá flutninga laskaðist báturinn töluvert.  Þar sem viðunandi lerkiviður fékkst ekki var annar efniviður notaður til viðgerðanna.  Þær viðgerðir sem nú munu frama fram á bátnum miða að því að koma honum í upprunalegt ástand.

Pétur segir að nafn bátsins "Jón á ellefu" hafi jafnframt verið viðurnefni bátasmiðsins Jón Arnar Jónssonar sem kenndur var við Framnesveg 11.

Það óvenjulega við lag bátsins er hversu flatbotna hann er og segir Pétur að hann hafi komið að sérstaklega góðum notum sem rannsóknarbátur, því í honum rúmaðist mikið af tækjum.
Pétur segir að lag bátsins hafi hentað sérstaklega vel til þess að taka sýni og mælitæki um borð.  

Heimildir af vef Landsvirkjunar: http://www.landsvirkjun.is/frettir/frettasafn/nr/374

Jón á ellefu er nú í skúrnum hjá Jóni Ragnari Daðasyni og bíður þess að röðin komi að honum. 

Jón á ellefu.

19. janúar 2013
Það er Agnar Jónsson sem hefur verið að gera við Jón á Ellefu.  Agnar hefur lagfært talsvert af bátnum eins og sjá má á þessum myndum.


Lagfæringar ganga vel.  19. janúar 2013


Séð inní bátinn.  19. janúar 2013









Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 542
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311947
Samtals gestir: 29932
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:18:05