Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

31.03.2011 11:47

Óskar Matthíasson

Auðunn Jörgensson er eigandi Óskars Matthíassonar og ræddi ég smávegis við hann.  Óskar Matthíasson var smíðaður 1969 í Noregi. Auðunn kvaðst hafa eignast Óskar í maí 2009 og gert hann upp, báturinn hafi nánast verið ónýtur.  Hann kvaðst hafa keypt bátinn af manni sem heitir Kristján, man ekki meira um þann mann.

Auðunn er sjálfur að vinna í að finna sögu bátsins en hann hefur m.a. sent fyrirspurn til Noregs til að leita að sögu Óskars.  Ef þetta hefst hjá honum þá mun sagan koma hér síðar.


Flottasti handfærabáturinn, Óskar Matthíasson í Reykjavíkurhöfn 29. mars 2011

Óskar Matthíasson gæti verði notaður til að sigla með túrista, veiða nokkra fiska og koma með þá og elda á einhverjum veitingastaðnum við höfnina.  Ef þessi tilgáta mín er röng þá er þetta bara einfaldlega skrautlegasti handfærabátur sem ég hef séð fyrr og síðar. 

30.03.2011
Ég fann á heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar smá frásögn um Óskar Matthíasson frá því 11. 08.2009, færsla eftir Emil Pál:  Sjómaður Íslands nr. 1 Auðunn Jörgensson frá Vesmannaeyjum á þennan bát. Heitir báturinn Óskar Matthíasson og heitir hann eftir frænda hans þekktum útgerðamanns úr eyjum sem meðal annars átti Leó og síðar Þórunni Sveinsdóttir. Auðunn er búinn að vera að skvera bátinn upp í sumar og er hann núna við bryggju í Reykjavík, en mun fara fljótlega til Vestmannaeyja.

Þetta var þá, nú 29. mars 2011 er Óskar aftur kominn í Reykjavíkurhöfn og hvort hann er kominn til að vera eða bara vor í lofti er ekki gott að segja.  En líklega voru getgátur mínar frá því í gær rangar.  Þetta er einfaldlega flottasti handfærabáturinn:-).

Meira síðar.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 557
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311962
Samtals gestir: 29934
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:41:38