Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

25.08.2012 22:14

5008 Hrímnir SH 714

Hrímni SH-714.
Báturinn var smíðaður 1974 hjá Trésmiðju Austurlands, Fáskrúðsfirði, smíðanúmar 18, úr furu og eik. 20. ha. Farymann vél.  Aðalvélin í dag er Volvo Penta, árg. 1981.  Eigandi Ríkarður Sæmundsson, Akranesi frá 30. maí 1974.  Árið 1981 var sett í bátinn 26 kW Volvo Penta vél.  Sæmi AK-83, Akranesi.  Frá 10. maí 1985 hét báturinn Sæmi AK 83.
Seldur 7. janúar 1986 Hirti Valdimarssyni, Garðabæ og Ögmundi Péturssyni, Seltjarnarnesi, Hér Rafn HF 151. og skiptir um nafn og númer, Rafn HF-151.  Báturinn var lengdur og endurbyggður árið 1986 og mældist þá 4,29 brl.  Frá 23. mars 1987 er Ögmundur Pétursson, Arnarfelli, Breiðurvíkurhreppi skráður einn eigandi.  Báturinn hét Rafn SH 304 með heimahöfn á Arnarstapa.

Seldur 29. nóvember 1992 Jóni Dalbú Ágústssyni, Stykkishólmi.  Hann heldur nafninu en skiptir um númer, Rafn SH-714.  1. júlí 1993 er skipt um nafn á bátnum, nú fékk hann nafnið Hrímnir SH-714 sem hann ber enn í dag.
Núverandi eigendur eru þrír, Ágúst Jónsson, Agnar Olsen og Sigurður Jónsson en þeir eignast bátinn árið 2003.  Ágúst og Sigurður eru synir Jóns Dalbú.

Árið 2011 var Hrímni tekinn í gegn í Skipavík, Stykkishólmi og breytt í frambyggðan bát.  
Þann 24.07.2012 tók ég myndir af Hrímni eftir þær breytingar sem hann hefur gengið í gegnum. Myndir segja meira en mörg orð.  Margar fleiri myndir í albúmi.


5008 Hrímnir SH 714 í Maðkavík í Stykkishólmi, 25.12.2010


5008 Hrímnir SH 714, 24. júlí 2012


5008 Hrímnir SH 714, 24. júlí 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 282
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 133
Samtals flettingar: 3434242
Samtals gestir: 272016
Tölur uppfærðar: 14.4.2021 19:25:51