Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

02.10.2010 17:56

Sprengur

Sprengur var smíðaður í Noregi.  Ekki alveg vitað hvaða ár en hann var orðin nokkurra ára þegar hann kom til Íslands.

Árið 1928 kaupir Bæring Þorbjörnsson sjómaður árabát, fjögurra manna far sem hann skýrði Unu, setti í hana vél eftir tvö ár og réri á henni svo vor, sumar og haust, svo til stanslaust til 1986 eða í 58 ár.  Stríðsárin 1939-1945 réri hann þó á Unu allt árið.  Það þótti með ólíkindum hve Bæring sótti sjóinn fast á þessum litla bát og kalla menn við Djúp þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Síðustu árin var komið á bátinn stýrishús.

Um 1990 eignast Jóhann Zakarias Karlsson skipasmiður bátinn.  Hvort faðir hans, Karl Leví Karlsson hafi eignast hann fyrst get ekki svarað en eitt veit ég að báturinn var settur í geymslu hjá Bátastöð Jóns Ö Jónassonar í Elliðavogi og var þar næstu árin.
 
Jóhann Z Karlsson starfaði sem skipasmiður hjá Bátastöðinni 1989-1997, á þeim tíma gerði hann Unu upp frá grunni.  Er báturinn var nær tilbúinn var hann fluttur í geymslu upp í Hvalfjörð.   Þetta var í ársbyrjun 1997 er Bátastöðin hætti starfsemi.

Árið 2008 eignast Hjalti Hafþórsson bátinn og lagfærði það sem þurfti.  Hjalti á bátinn enn í dag.

- o -

Misskilningur virðist hafa verið uppi um hvaða bátur Sprengur væri og í fyrstu héldu menn að þarna væri Helga ÍS á ferðinni.  Ég fékk upplýsinar frá Jóhanni Z Karlssyni fyrrverandi eiganda um að Sprengur gæti ekki verið Helga því það hafi annar bátur verið smíðaður upp úr Helgu, sá heiti Boði og það væri bróðir Jóhanns sem eigi Boða.  Þá vitum við það, Sprengur = Una en ekki Helga.  

Til gamans langar mig að setja hér inn litla frásögn af því af hverju báturinn heitir Sprengur.  
Báturinn fékk nafnið Sprengur af því að árið 2009, þegar var verið að klára smíði bátsins að þá voru þeir sem gerðu bátinn upp alveg í spreng við að klára bátinn fyrir bátadaga 2009.  Félagar Hjalta gáfu því bátnum nafnið Sprengur og hefur báturinn verið kallaður Sprengur síðan.

02. október 2011 talaði ég við Hjalta.  Hann kvaðst hafa skipt út efri hluta afturstefnis í vor, þá hafi hann sett í bátinn 8 ha. Sabb vél frá 1968 og skiptiskrúfu.  Það hafi verið 1 cy. Buck vél í bátnum áður.


Sprengur á bátadögum 2010 við Flatey á Breiðafirði.

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 1021
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 311621
Samtals gestir: 29917
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:43:27