Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

04.10.2015 11:30

Gamall bátur við Vestara Horn

Þann 03. ágúst 1992 var ég staddur á austurhluta landsins n.t.t. á Höfn.  Á þessum tíma var ég ekki mikið að mynda báta en einn og einn datt á mynd.  Eins og þessi bátur sem er hér í forgrunni, en þarna var ég að mynda fjallið, Vestara Horn.  Báturinn var bara til að gera myndina "flottari".  Margir hafa tekið mynd af þessum bát í gegnum tíðina og einhversstaðar á ég myndir af honum sem ég tók einhverjum árum síðar.  Er einhver sem þekkir sögu þessa báts þá þætti mér vænt um að heyra hana svo ég geti sett hana hér inn.


Bátur við Vestara Horn.  Myndin tekin 03. ágúst 1992

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Tenglar

Flettingar í dag: 139
Gestir í dag: 48
Flettingar í gær: 263
Gestir í gær: 62
Samtals flettingar: 2904191
Samtals gestir: 223080
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 22:05:45