Ljósmyndasíða Rikka

Fuglar, gamlir bátar, mannlíf, íslensk náttúra eins og ég sé hana

06.09.2013 17:41

Arnar SK 237

528 Arnar SK 237 ex Hafratindur BA34
Smíðaður í Hafnarfirðir 1961.  Eik og fura.  6 brl. 36. ha. Bukh díesel vél.  
Eigandi Erlendr Hjartarson, Patreksfirði frá 29. des. 1961.  Seldur 7. sept. 1967 Ara Eggertssyni og Eggerti Magnússyni, Tálknafirði.  Seldur 1. júní 1974 Bjarna Vernharðssyni, Tálknafirði.  Seldur 29. apríl 1976 Bergi Vilhjálmssyni, Patreksfirði.  Báturinn er skráður á Patreksfirði 1988.

Upplýsingar:  Íslensk skip, bók 1, bls. 56, Hafratindur BA 34.

Þann 25.06.2012 var ég að eltast við bátar og skrapp m.a. á geymslusvæðið móts við Álverið í Straumsvík.  Þar sá ég Arnar og var hann orðinn frekar þreyttur.  Mín skoðun er að hann á ekki eftir að fara á sjóinn aftur.  Vona að ég hafi rangt fyrir mér þar.  Myndir í albúmi.


Arnar SK 237.  Hafnarfjörður 26. júní 2012

Málsháttur dagsins

Svo flýgur hver fugl sem hann er fiðraður !
clockhere

Rikki R

Nafn:

Ríkarður Ríkarðsson

Farsími:

862 0591

Afmælisdagur:

24. september

Heimilisfang:

Breiðvangi 3, 220 Hafnarfjörður

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Heimasími:

565 5191

Um:

Fæddur á Húsavík á því herrans ári 1961 og hef tekið ljósmyndir frá því ég var strákur. Aðaláhugamálið er að taka myndir af fuglum en þó mynda ég allt sem mig langar til að mynda eins og sjá má.

Eldra efni

Tenglar

Flettingar í dag: 243
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 299
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 332884
Samtals gestir: 31575
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 01:31:22